Fylgist með á næstu dögum.
Nýtt: greinin komin inn
Dóra Ásgeirsdóttir
HUNDUR.IS |
|
Er að vinna í nýrri grein um streitu, hvað veldur, hvernig kemur hún fram og hvað getum við gert til að koma í veg fyrir hana og/eða vinna úr henni? Fylgist með á næstu dögum. Nýtt: greinin komin inn Dóra Ásgeirsdóttir
0 Comments
Í kvöld fór fram stofnfundur Íslenska NoseWork Klúbbsins og mættu þangað þeir aðilar sem höfðu áhuga á að sitja í fyrstu stjórn klúbbsins. Hópurinn samanstendur af nýútskrifuðum leiðbeinendum sem og áhugafólki um sportið. Unnið er að því að gera heimasíðu klúbbsins www.nosework.is aðgengilega og fylla hana af upplýsingum og fréttum frá klúbbnum. Kosinn formaður klúbbsins er Guðfinna Kristinsdóttir, Þórdís Stross var kosin gjaldkeri og Sissa Bjarglind Ingólfsdóttir sem ritari. meðstjórnendur og varamenn eru Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson, Dóra Ásgeirsdóttir, Valgerður Guðsteinsdóttir, Sara Kristín Olrich-White, Maríanna Lind Garðarsdóttir og Stefán H. Kristinsson. Í dag útskrifuðust 8 nýjir leiðbeinendur í NoseWork á Íslandi. Fyrsti leiðbeinanda og dómarahópurinn tilbúinn í að miðla þessu frábæra sporti.
Íslenski NoseWork klúbburinn er í vinnslu og er áætlað að hann verði stofnaður eftir 2 mánuði á alþjóðlega NoseWork deginum. Ég hlakka mikið til að keyra í gang námskeið þar sem allir hundar geta blómstrað. Núna í sumar er ég í þjálfaranámi til að gerast Nosework þjálfari.
Nosework er frábær leið til að ná betri tengingu við hundinn sinn og gera með honum eitthvað sem honum finnst skemmtilegra en allt annað, ÞEFA! Í Nosework vinna hundur og eigandi saman að því að finna svokallaðar lyktarfelur sem hafa verið faldar í ákveðnum ílátum eða á ákveðnum stöðum. Hundar kunna svo sannarlega að nota á sér nefið og fá meira út úr hálftíma þefleik heldur en margra klukkutíma hlaupatúr. Í Nosework reynir á eigandann að læra inná hundinn sinn og komi á samvinnu milli sín og hundsins. Til að byrja með mun ég velja 3 mismunandi hunda og eigendur til að kenna Nosework á meðan á þjálfaranáminu stendur. Þegar náminu er lokið er stefnan tekin á að bjóða uppá Nosework námskeið fyrir alla hunda. Í þjálfaranáminu eru 10 nemendur og unnið er að því að stofna klúbb þar sem skipulögð verða mót og keppnir fyrir þá sem hafa blússandi áhuga á þessari frábæru þefvinnu. Hér er um að ræða eitthvað sem allir hundar hafa gaman að og allir hundar geta tekið þátt í. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér Nosework frekar þá er verið að vinna í heimasíðu fyrir sportið og svo er velkomið að hafa samband við mig hér í gegnum síðuna. Byrjar í dag!
Þetta er búið að vera alveg svakalega skemmtilegur tími í hundaþjálfaranáminu og er þriðja lotan að byrja í dag. Það er hreint ótrúlegt hvað augu manns hafa verið lokuð fyrir atferli hundanna okkar og hvað maður hefur verið algerlega blindur fyrir öllu því sem hundarnir eru að segja við okkur! Merkjamálið þeirra er svo ótrúlega skýrt loksins þegar maður gefur sér tíma til að læra það og skoða. Fór á hundasýningu síðustu helgi og VÁ! Það er í raun alveg ótrúlegt hvað hundarnir okkar þurfa að þola á svona sýningum og ótrúlegt að ekki komi upp fleiri vandamál í svona þröngu rými með svona mikið af fólki og mikið af hundum! Hlakka mikið til helgarinnar og þjappa meiri fróðleik í hausinn. Eigið góða helgi öll! Kveðja, Dóra. Í dag byrjaði ég í námi sem hundaþjálfari. Þar læri ég þjálfun, atferli og umhirðu hunda. Ég er að læra hjá hundastefnunni sem er skóli á vegum Jóhönnu Reykjalín (Hunda Hönnu) og Olgu Bjarkar. En einnig koma þar fyrir nokkrir vel valdir gestakennarar.
Hunda-Hanna er útskrifaður hundaþjálfari frá Sheilu Harper International Dog Behavioral and Training school í UK. Hún er einnig með BA-próf í Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og starfar nú sem deildarstjóri á leikskólanum Lyngholt, Reyðarfirði ásamt hundaþjálfarastarfinu. Hunda-Hanna á tvo griffon töffara, Villa og Samma, og Rhodesian Ridgeback skvísuna Söru. Olga Björk er hundaþjálfari frá Sheila Harper International Dog Behavioral and Training school í UK. Hún hefur einnig lagt stund á nám í Líffræði við Háskóla Íslands og farið á fjölda námskeiða um hundaþjálfun innan- sem utanlands og má þar helst nefna sumarnámskeið hjá Turid Rugaas í Noregi. Olga er heimavinnandi hundaþjálfari og á Miniature Schnauzerinn Pésa og Rhodesian Ridgeback gaurinn Pardus. Olga var einn af umsjónarmönnum síðunnar hundar.is meðan hún var og hét. Ég hlakka mikið til að læra meir um hunda en ég hef áður gert og í framhaldinu að geta hjálpað fleira fólki að finna lausnir á vandamálum þeirra í sambandi sínu við hundinn. Jæja, þá er ég aftur komin í Dýralæknamiðstöðina, en í þetta sinn ekki sem hundasnyrtir heldur sem aðstoðarkona fyrir dýralæknana. Sumrinu var eytt á fjöllum í skálavörslu sem var kærkomin útivist og fjallamennska.
Hlakka til að sjá alla aftur í Jónsgeislanum, þar er svo skemmtilegt andrúmsloft að það er bara ekki hægt að vera fjarri of lengi. Kv. Dóra. Núna nk. fimmtudag mun Auður taka alveg við snyrtingum á Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti. Hún hefur lært hundasnyrtingar hjá Dóru Ásgeirsdóttur sem áður var með stofuna. Áfram verður sama góða og hlýja viðmótið fyrir hundinn þinn þegar hann kemur í snyrtingu.
Hundur.is Núna hefur orðið töluverð áherslubreyting á heimasíðunni hundur.is þar sem ákveðið var að hafa síðuna til fróðleiks og gagns fyrir alla hundaeigendur og hundaáhugafólk.
Vonin er að vel verði tekið í þetta og að sem flestir sjái sér fært að nýta sér síðuna og jafnvel senda inn spurningar sem efla síðuna enn frekar. Kveðja, Dóra Ásgeirs. Hann Erró er flottur, hreinræktaður Labrador Retriever með ættbók frá Hundaræktarfélagi Íslands. Hann er af góðum ættum og með einstaklega gott lundarfar. Hann er undirgefinn við aðra hunda og ekki til að það séu í honum rakkastælar. Erró er svakalega hress og skemmtilegur karaktar og leitar eftir eiganda sem hefur sömu kosti og hann sjálfur. Hann þarf að fá góða hreyfingu, gæða fóður og alla þá ást sem labbi getur hugsað sér. Í staðinn er hann tilbúinn að gefa allt sitt og mikla ást í hjartað! Ef þú hefur áhuga á að ættleiða hann Erró, þá vinsamlegast hafðu samband við Dóru í síma 867 6053. Þetta er ekki fyrstur kemur fyrstur fær og verður heimilisval mjög vandað. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
October 2017
Categories
All
|