Innkall
- Dóra Ásgeirsdóttir hundaþjálfari -
Innkall er eitthvað sem við viljum öll hafa í lagi hjá okkar hundum. Það er forsenda þess að hægt sé að sleppa þeim lausum og leyfa þeim að spretta úr spori úti í náttúrunni. Það er nauðsynlegt fyrir alla hunda, stóra og smáa að fá að teygja almennilega úr sér og hlaupa eins og fætur toga. Ef hundar eru alltaf í taumi þá hafa þeir ekki kost á þessu og það getur skapað hjá þeim stoðkerfisvandamál með tímanum.
En hvernig æfum við innkall?
Við viljum tryggja það að innkallið virki. Til að gera það þá er regla númer eitt að kalla ekki í hundinn nema við vitum fyrir víst að hann muni koma. Þetta hljómar kannski undarlega, en með því að kalla á hundinn þegar við annaðhvort vitum ekki hvort hann komi eða teljum jafnvel mjög ólíklegt að hann komi, (t.d. þegar hann sér annan hund eða upplifir annarskonar sterka truflun) þá erum við að grafa undan “Komdu” stikkorðinu okkar.
En hvernig æfum við innkall?
Við viljum tryggja það að innkallið virki. Til að gera það þá er regla númer eitt að kalla ekki í hundinn nema við vitum fyrir víst að hann muni koma. Þetta hljómar kannski undarlega, en með því að kalla á hundinn þegar við annaðhvort vitum ekki hvort hann komi eða teljum jafnvel mjög ólíklegt að hann komi, (t.d. þegar hann sér annan hund eða upplifir annarskonar sterka truflun) þá erum við að grafa undan “Komdu” stikkorðinu okkar.
Við byrjum á því að æfa innkallið innandyra og án allra utanaðkomandi truflana. Höfum hundinn í hálsól eða beisli þegar við æfum innkallið, því að á sama tíma ætlum við að æfa hundinn í að bjóða okkur að taka í annaðhvort. Fyrsta skrefið er því í raun bara að taka sér verðlaun í hönd, (góðbita eða leikfang hundsins) setjast á gólfið (því við viljum ekki þurfa að beygja okkur yfir hundinn/hvolpinn) og bíða eftir því að hundurinn komi til okkar. Þegar hundurinn kemur alveg upp að okkur, skal grípa varlega en ákveðið um hálsól eða beisli hundsins og gefa honum svo verðlauð rétt á meðan haldið er í hann. Athugið að grípa í beislið/ólina þeim megin sem er nær hendinni á ykkur, ekki teygja hendina yfir herðar eða háls hundsins. Sleppið svo ólinni/beislinu strax aftur og gefið hundinum kost á að ganga í burtu. Ef hundurinn fer ekki sjálfviljugur getur verið gott að kasta verðlaunum aðeins frá sér og endurtaka svo leikinn. Það skiptir máli að ná alltaf tökum á hálsól/beisli áður en verðlaunin eru gefin. Þetta tryggir að hundurinn læri ekki að smeygja sér undan og byrja í eltingaleik.
Þegar hundurinn er orðinn góður í þessari æfingu, þá fyrst bætum við stikkorðinu (t.d. komdu) við. Þannig að þegar við vitum fyrir víst að hundurinn hefur áhuga á því sem við erum að gera og við erum búin að gera þetta nógu oft til þess að vita að hundurinn kemur til með að hlýða þá köllum við hann til okkar, tökum í ólina/beislið og verðlaunum vel. |
Endurtekningar
Þetta er eins og í annarri þjálfun, eitthvað sem þarf að endurtaka. Ef hundurinn virðist vera að missa áhuga á æfingunni þá er mikilvægt að hætta tímabundið til að gefa hundinum pásu. Þetta á að vera skemmtilegt og það sem getur virkað mjög einfalt fyrir okkur, getur verið mikið heilabrot fyrir hundinn. Svona andleg örvun, líkt og að læra nýja hluti reynir yfirleitt mun meira á hundinn heldur en að hlaupa og leika sér í lengri tíma. Taka skal sérstakt tillit til lítilla hvolpa í svona þjálfun. Stundum er það þannig að 2-3 endurtekningar eru alveg nóg fyrir hvolpinn áður en hann fær smá pásu frá æfingunum. Svo bara byrjar maður aftur þegar maður finnur að hvolpurinn er tilbúinn í meira.
Þegar hundurinn er orðinn klár í þessum æfingum, með eiganda sitjandi á gólfinu, þá er um að gera að fara æfa þetta standandi, jafnvel ganga að hundinum snúa hliðini til hans þegar komið er að honum en ekki fara beint framan í hann. Taka í hálsólina/beislið, þeim megin sem staðið er við hundinn og gefa nammi með hinni hendinni á meðan haldið er. Þannig lærir hundurinn að það er ekkert að óttast þó að hann fái eigandann svona yfir sig. Sleppum alltaf strax aftur takinu þegar hundurinn hefur fengið verðlaunin svo hundurinn sleppi og finnist æfingin ekki óþægileg. Þetta undirbýr svo hundinn undir það að halda áfram með samskonar æfingar utandyra.
Viðkvæmir hundar
Að fara ekki yfir hundinn eða stara beint framaní hann, skiptir sérstaklega miklu máli með viðkvæmari hunda, t.d. hunda í endurhæfingu af einhverju tagi eða hunda á nýju heimili. Þá þarf maður að vera búinn að ákveða hvoru megin við hundinn maður ætlar að vera, nota hendina sem er nær hundinum til þess að grípa í ólina/beislið og hendina fjær fyrir verðlaunin. Þegar kemur að viðkvæmari hundum, getur allt svona skipt máli.
Þetta er eins og í annarri þjálfun, eitthvað sem þarf að endurtaka. Ef hundurinn virðist vera að missa áhuga á æfingunni þá er mikilvægt að hætta tímabundið til að gefa hundinum pásu. Þetta á að vera skemmtilegt og það sem getur virkað mjög einfalt fyrir okkur, getur verið mikið heilabrot fyrir hundinn. Svona andleg örvun, líkt og að læra nýja hluti reynir yfirleitt mun meira á hundinn heldur en að hlaupa og leika sér í lengri tíma. Taka skal sérstakt tillit til lítilla hvolpa í svona þjálfun. Stundum er það þannig að 2-3 endurtekningar eru alveg nóg fyrir hvolpinn áður en hann fær smá pásu frá æfingunum. Svo bara byrjar maður aftur þegar maður finnur að hvolpurinn er tilbúinn í meira.
Þegar hundurinn er orðinn klár í þessum æfingum, með eiganda sitjandi á gólfinu, þá er um að gera að fara æfa þetta standandi, jafnvel ganga að hundinum snúa hliðini til hans þegar komið er að honum en ekki fara beint framan í hann. Taka í hálsólina/beislið, þeim megin sem staðið er við hundinn og gefa nammi með hinni hendinni á meðan haldið er. Þannig lærir hundurinn að það er ekkert að óttast þó að hann fái eigandann svona yfir sig. Sleppum alltaf strax aftur takinu þegar hundurinn hefur fengið verðlaunin svo hundurinn sleppi og finnist æfingin ekki óþægileg. Þetta undirbýr svo hundinn undir það að halda áfram með samskonar æfingar utandyra.
Viðkvæmir hundar
Að fara ekki yfir hundinn eða stara beint framaní hann, skiptir sérstaklega miklu máli með viðkvæmari hunda, t.d. hunda í endurhæfingu af einhverju tagi eða hunda á nýju heimili. Þá þarf maður að vera búinn að ákveða hvoru megin við hundinn maður ætlar að vera, nota hendina sem er nær hundinum til þess að grípa í ólina/beislið og hendina fjær fyrir verðlaunin. Þegar kemur að viðkvæmari hundum, getur allt svona skipt máli.
Útiæfingar byrja ekki að alvöru fyrr en innanhússæfingarnar eru orðnar mjög góðar. Því þó að hundurinn sé farinn að þekkja stikkorðið innandyra þá breytist mjög mikið við að skipta um umhverfi og bæta inn allskonar truflunum sem umhverfið felur í sér. Utanaðkomandi áreiti getur verið mikið utandyra, svo það er gott að velja sér stað þar sem maður er nokkuð viss um að fá að vera í friði með hundinn. Við getum sjaldnast stýrt aðstæðum 100% svo hér borgar sig að hafa hundinn í langri línu sem hann dregur á eftir sér í beislinu.
Æfingar utandyra ættu að byrja á sama/svipaðan hátt og byrjað var á innandyra. Ekki nota stikkorðið fyrr en æfingin sjálf er orðin mjög góð og þú veist að hundurinn muni koma til þín. Taumurinn/línan er ekki ætluð til að þvinga hundinn til að koma, svo það á ekki að nota hana sem hjálpartæki við æfingarnar. Ef hundurinn kemur ekki þegar stikkorðið er kallað, þá er tímasetningin röng og best að fara afturábak í þjálfuninni um eitt skref. Línan er einungis til að tryggja það að hægt sé að stoppa hundinn af, ef hann sér eitthvað meira spennandi til að hlaupa á eftir.
Æfingar utandyra ættu að byrja á sama/svipaðan hátt og byrjað var á innandyra. Ekki nota stikkorðið fyrr en æfingin sjálf er orðin mjög góð og þú veist að hundurinn muni koma til þín. Taumurinn/línan er ekki ætluð til að þvinga hundinn til að koma, svo það á ekki að nota hana sem hjálpartæki við æfingarnar. Ef hundurinn kemur ekki þegar stikkorðið er kallað, þá er tímasetningin röng og best að fara afturábak í þjálfuninni um eitt skref. Línan er einungis til að tryggja það að hægt sé að stoppa hundinn af, ef hann sér eitthvað meira spennandi til að hlaupa á eftir.
Endurtekningar á endurtekningar ofan er það sem að lokum leiðir okkur til árangurs. Verum dugleg að gera æfingar og nýtum alla göngutúra til þess að gera æfingar og rifja upp. Þegar stikkorðið er komið á hreint, þá er um að gera að kalla hundinn reglulega til sín til þess að gefa smá verðlaun (muna að taka í hálsól beisli áður en verðlaun eru veitt) og sleppa honum svo strax aftur til þess að hann geti haldið áfram að njóta útivistarinnar. Á þennan hátt lærir hundurinn að innkall þýðir ekki bara að göngutúrnum sé lokið og tími kominn til að fara í bílinn, heldur að innkall sé eitthvað sem borgar sig að hlýða því það er eitthvað gott í boði. |
Þjálfum til árangurs, ekki til mistaka.
Ekki kalla í hundinn þegar þig grunar að hann komi ekki til með að hlýða. Við byggjum æfingarnar á árangri og reynum að forðast eins og við getum að láta hundinum mistakast. Ef hundinum mistekst við æfingar, þá er það í lang flestum tilfellum okkar sök, því við lásum ekki rétt í aðstæður. Munum samt líka að dæma okkur sjálf ekki of hart því við erum sjálf alltaf að læra.
Aldrei, aldrei elta hundinn ef hann kemur ekki. Þetta er leikur sem við komum líklega aldrei til með að vinna því hundurinn er mikið fljótari en við og les hreyfingar okkar eins og opna bók. Ef hundurinn sýnir tilhneigingu til þess að flýja í eltingaleik er best hundsa það alveg eða hlaupa hratt frá honum ef þú þarft að ná honum strax. Þarna kemur löng lína líka að góðum nótum því þú getur notað hana til að stoppa hundinn af og fengið hann til þín á góðum nótum. Að sama skapi megum við ekki láta pirring okkar bitna á hundinum loksins þegar hann kemur. Hvort sem hann hljóp á eftir öðrum hundi, kind eða bara lykt í loftinu, þá borgar sig ekki að mæta honum með skömmum þegar hann kemur til baka. Slíkt veldur einungis vantrausti og mögulega kvíða hjá hundinum sem gæti orsakað það að innkallið verður veikara en það var fyrir.
Ef þú ert með stálpaðan eða fullorðinn hund sem þú átt í verulegum erfiðleikum með varðandi innkall þá mæli ég með að heyra í hundaþjálfara sem notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir. Hundategund þarf svo alltaf að vera tekin með í reikninginn, því þó að hægt sé að kenna öllum hundum innkall, þá hafa þeir mismikla þörf/löngun til þess að hlýða eiganda sínum og einnig hafa þeir mis mikið “prey drive” eða veiðieðli. Svo með suma hunda þarf maður bara að sætta sig við að vera með í langri línu og að það sé alltaf ákveðin áhætta í því fólgin að sleppa þeim lausum.
Ekki kalla í hundinn þegar þig grunar að hann komi ekki til með að hlýða. Við byggjum æfingarnar á árangri og reynum að forðast eins og við getum að láta hundinum mistakast. Ef hundinum mistekst við æfingar, þá er það í lang flestum tilfellum okkar sök, því við lásum ekki rétt í aðstæður. Munum samt líka að dæma okkur sjálf ekki of hart því við erum sjálf alltaf að læra.
Aldrei, aldrei elta hundinn ef hann kemur ekki. Þetta er leikur sem við komum líklega aldrei til með að vinna því hundurinn er mikið fljótari en við og les hreyfingar okkar eins og opna bók. Ef hundurinn sýnir tilhneigingu til þess að flýja í eltingaleik er best hundsa það alveg eða hlaupa hratt frá honum ef þú þarft að ná honum strax. Þarna kemur löng lína líka að góðum nótum því þú getur notað hana til að stoppa hundinn af og fengið hann til þín á góðum nótum. Að sama skapi megum við ekki láta pirring okkar bitna á hundinum loksins þegar hann kemur. Hvort sem hann hljóp á eftir öðrum hundi, kind eða bara lykt í loftinu, þá borgar sig ekki að mæta honum með skömmum þegar hann kemur til baka. Slíkt veldur einungis vantrausti og mögulega kvíða hjá hundinum sem gæti orsakað það að innkallið verður veikara en það var fyrir.
Ef þú ert með stálpaðan eða fullorðinn hund sem þú átt í verulegum erfiðleikum með varðandi innkall þá mæli ég með að heyra í hundaþjálfara sem notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir. Hundategund þarf svo alltaf að vera tekin með í reikninginn, því þó að hægt sé að kenna öllum hundum innkall, þá hafa þeir mismikla þörf/löngun til þess að hlýða eiganda sínum og einnig hafa þeir mis mikið “prey drive” eða veiðieðli. Svo með suma hunda þarf maður bara að sætta sig við að vera með í langri línu og að það sé alltaf ákveðin áhætta í því fólgin að sleppa þeim lausum.