Hvolpaglefs
- Dóra Ásgeirsdóttir - hundaþjálfari -
Afhverju bíta hvolpar?Til að byrja með þá þurfum við að átta okkur á því afhverju hvolpar glefsa til að byrja með.
Í systkinahópnum sem hvolpurinn elst upp með áður en hann kemur inná sitt framtíðarheimili, fara fram allskonar æfingar milli þeirra systkina og jafnvel móður/foreldra/eldri hunda á heimilinu. Hvolparnir eru að læra á lífið, læra að slást og læra að veiða. Þeir æfa sig á hver öðrum og öllum sem þeir komast í tæri við. Þetta er fullkomlega eðlileg hegðun og mikilvægur partur af uppvexti hvolpsins. |
Hvolparnir setja hvor öðrum mörk um það hversu mikið sé í lagi og hvað sé svo of mikið af hinu góða. Þegar nóg er komið þá stundum hljóða/væla þeir og/eða hætta algerlega að taka þátt í leiknum. Þeir leggjast oft niður flatir eða ganga burt úr aðstæðunum. Það er ekki nema gerandinn gangi langt yfir mörkin sem þolandinn bregst við af hörku, skammast og jafnvel bítur fast frá sér. Oftast nær eru hundar með feld og þykka húð til að verja þá fyrir svona atgangi, en það sama gildir ekki um okkur mannfólkið. Við erum agalega miklar dúkkur oft á tíðum og beittar hvolpatennur geta verið fljótar að gata og/eða rispa húðina okkar duglega, jafnvel þannig að blæði úr. |
En hvað er til ráða?
Það eru ýmsar leiðir til að fá hvolpinn til að hætta glefsinu. Það sem mér hefur fundist gefa besta raun er að forðast skammir eins og hægt er. Hvolpurinn er nýkominn inn á heimilið og er enn að kynnast heimilisfólkinu (jafnvel öðrum dýrum) og algerlega nýjum aðstæðum. Allt sem hvolpurinn þekkti er horfið. Slíkt er mjög stressandi fyrir hvolpinn og getur komið út í allskonar hegðun.
Það þarf að passa vel uppá að hvolpurinn hafi mikið næði til þess að sofa. Litlir hvolpar þurfa gríðarlega mikinn svefn og geta sofið allt að 20-22 klst. á sólarhring, fullorðnir hundar um 16-18 tíma. Ef það eru börn á heimilinu þarf að passa sérstaklega vel uppá að hvolpurinn sé látinn algerlega í friði á meðan hann sefur.
Vertu skrefinu á undan hvolpinum.
Látið hvolpinn hafa nóg af áhugaverðu dóti, með mismunandi áferð sem hann má naga. Reynið að hafa leiki á rólegum nótum. Hvolpurinn mun að öllum líkindum sækja í smá ærslagang og það er allt í lagi að láta það aðeins eftir þeim af og til. En með meiri æsingi, aukast líkurnar á hvolpaglefsi alveg töluvert. Um leið og hvolpurinn fer með tennur í hendurnar eða annað sem meiðir þá skal leiknum hætt. Stundum er nóg að stoppa bara í nokkrar sekúndur til að sýna að þetta hafi ekki verið í boði. Best er að reyna vera skrefinu á undan hvolpinum þegar leikurinn byrjar aftur með því að bjóða strax leikfang sem hvolpinum finnst skemmtilegt og má bíta í. Ef glefsið í hendur byrjar strax aftur getur verið betra að standa hreinlega upp og fara gera eitthvað annað í smá stund. Þetta þarf ekki að vera löng pása, en nóg til þess að hvolpurinn nái sér aðeins niður og byrji ekki á glefsi strax aftur. Við reynum að setja leiki upp þannig að upplifun hvolpsins sé jákvæð og að þið náið árangri í tengslamyndun.
Í þeim tilfellum þar sem hvolpurinn hættir ekki að glefsa, jafnvel eltir og fer að bíta í fætur eða buxur, er best að setja hvolpinn í smá pásu, eða labba sjálfur inn í annað rými sem hvolpurinn kemst ekki í. Það sem skiptir máli hér er að hvolpurinn nái ekki að halda glefsinu áfram og upplifi engin “verðlaun” (aukin athygli t.d.) fyrir hegðunina. Þegar manni sýnist hvolpurinn svo hafa náð sér aðeins niður er í lagi að prófa að nálgast hann, en fara strax aftur ef glefsið byrjar og gefa þá aðeins betri tíma fyrir hvolpinn að jafna sig.
Látið hvolpinn hafa nóg af áhugaverðu dóti, með mismunandi áferð sem hann má naga. Reynið að hafa leiki á rólegum nótum. Hvolpurinn mun að öllum líkindum sækja í smá ærslagang og það er allt í lagi að láta það aðeins eftir þeim af og til. En með meiri æsingi, aukast líkurnar á hvolpaglefsi alveg töluvert. Um leið og hvolpurinn fer með tennur í hendurnar eða annað sem meiðir þá skal leiknum hætt. Stundum er nóg að stoppa bara í nokkrar sekúndur til að sýna að þetta hafi ekki verið í boði. Best er að reyna vera skrefinu á undan hvolpinum þegar leikurinn byrjar aftur með því að bjóða strax leikfang sem hvolpinum finnst skemmtilegt og má bíta í. Ef glefsið í hendur byrjar strax aftur getur verið betra að standa hreinlega upp og fara gera eitthvað annað í smá stund. Þetta þarf ekki að vera löng pása, en nóg til þess að hvolpurinn nái sér aðeins niður og byrji ekki á glefsi strax aftur. Við reynum að setja leiki upp þannig að upplifun hvolpsins sé jákvæð og að þið náið árangri í tengslamyndun.
Í þeim tilfellum þar sem hvolpurinn hættir ekki að glefsa, jafnvel eltir og fer að bíta í fætur eða buxur, er best að setja hvolpinn í smá pásu, eða labba sjálfur inn í annað rými sem hvolpurinn kemst ekki í. Það sem skiptir máli hér er að hvolpurinn nái ekki að halda glefsinu áfram og upplifi engin “verðlaun” (aukin athygli t.d.) fyrir hegðunina. Þegar manni sýnist hvolpurinn svo hafa náð sér aðeins niður er í lagi að prófa að nálgast hann, en fara strax aftur ef glefsið byrjar og gefa þá aðeins betri tíma fyrir hvolpinn að jafna sig.
Ef hvolpurinn sýnir merki um aðskilnaðarkvíða (geltir/vælir tryllingslega við það eitt að vera skilinn eftir í öðru rými en maður sjálfur), þá að sjálfsögðu virkar fyrrnefnd aðferð (að fara frá hvolpinum) ekki á þann jákvæða hátt sem henni er ætlað að gera. Þá veldur aðskilnaðurinn meiri streitu sem getur orsakað verri hegðun í framhaldinu. Ef þetta kemur upp mæli ég eindregið með því að hafa samband við góðan atferlismenntaðan hundaþjálfara sem býður uppá einkatíma og notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir.
Almennt eldist svona hvolpaglefs fljótt af þeim og þetta því almennt ekki langvarandi vandamál. En það er gott að hafa í huga að fyrir hundum getur smá nart verið vinahót eða einskonar “afsökunarbeiðni”. Því getur það alveg gerst að hvolpur sem er skammaður grípi til þess ráðs að narta og/eða sleikja andlit eða hendur. Þessi hegðun er almennt mjög misskilin af okkur mannfólkinu og hættir okkur við að hugsa að hvolpurinn sé að “svara fyrir sig” eða reyna einhverskonar yfirráð sem gæti ekki verið fjarri lagi. Hundar sem lenda í skömmum fyrir svona hegðun, hættir til að viðhalda glefs/nart- hegðun lengur en ella.
Hér að neðan má lýta myndband með hundaþjálfaranum Zak George sem gefur góðar hugmyndir af leikjum og æfingum sem hægt er að gera með litlum hvolpum með hákarlatennur.
Almennt eldist svona hvolpaglefs fljótt af þeim og þetta því almennt ekki langvarandi vandamál. En það er gott að hafa í huga að fyrir hundum getur smá nart verið vinahót eða einskonar “afsökunarbeiðni”. Því getur það alveg gerst að hvolpur sem er skammaður grípi til þess ráðs að narta og/eða sleikja andlit eða hendur. Þessi hegðun er almennt mjög misskilin af okkur mannfólkinu og hættir okkur við að hugsa að hvolpurinn sé að “svara fyrir sig” eða reyna einhverskonar yfirráð sem gæti ekki verið fjarri lagi. Hundar sem lenda í skömmum fyrir svona hegðun, hættir til að viðhalda glefs/nart- hegðun lengur en ella.
Hér að neðan má lýta myndband með hundaþjálfaranum Zak George sem gefur góðar hugmyndir af leikjum og æfingum sem hægt er að gera með litlum hvolpum með hákarlatennur.