Tannheilsa hunda
Fyrir og eftir tannsteinshreinsun hjá dýralækni
Líkt og með okkur mannfólkið, þá þarf að hugsa um tennur hunda. Sem betur fer fá hundarnir okkar ekki sælgæti, gosdrykki, kaffi eða annað slíkt sem skemmir tennurnar hratt, en sumir setja þá samasem merki á að tennurnar þeirra skemmist ekki sem er ekki alveg rétt.
Það er mjög misjafnt á milli hunda hvernig almenn tannheilsa þeirra er, burtséð frá því hvaða fóður hundurinn fær, hvort hann sé duglegur að naga bein eða hvort hann fái aukabita. Eina leiðin til að tryggja góða endingu tannana er með daglegri tannburstun eins og hjá okkur mannfólkinu. Til eru sérstakir tannburstar, tannkrem eða tannklútar til brúkunar í þessi verk.
Tannsteinn lyktar illa og því borgar sig að athuga tennurnar þegar andfýla gerir vart við sig. Þegar hundur er kominn með tannstein þá dugar ekki að bursta hann eða reyna nudda burtu með tannklút. Tannstein þarf að skafa af og er þá besta lausnin að panta tíma hjá dýralækni fyrir hundinn í tannsteinshreinsun. Verð á slíkri aðgerð fer að mestu leiti eftir stærð hundsins og svo hversu illa farnar tennurnar eru, því borgar sig að fara fyrr en seinna sjáiru að skán sé að myndast á tönnunum hjá voffa.
Það er mjög óráðlegt að lýta framhjá tannsteini sem er kominn í tennurnar á hundinum þínum. Út frá tannsteini geta myndast tannholdsbólgur sem eru mjög óþægilegar fyrir hundinn, í kjölfarið geta komið upp sýkingar í tannholdinu sem fara út í blóðið og geta á endanum valdið ýmsum sýkingum annarsstaðar í líkama hundsins eins og t.d. í hjartanu.
Skeggjaðir hundar eru í sérstökum áhættuhópi fyrir tannstein. Óhreinindi sem hanga í skegginu laumast uppí munninn þegar hundurinn sleikir út um. Einnig eiga hárin það til að festast á milli tannanna, safna óhreinindum og valda þá skemmdum á tönnum og tannholdi. Aldraðir hundar mynda svo oft hraðar tannstein en þeir yngri svo gott er að fylgjast sérstaklega vel með hundinum sínum í ellinni.
Það er mjög misjafnt á milli hunda hvernig almenn tannheilsa þeirra er, burtséð frá því hvaða fóður hundurinn fær, hvort hann sé duglegur að naga bein eða hvort hann fái aukabita. Eina leiðin til að tryggja góða endingu tannana er með daglegri tannburstun eins og hjá okkur mannfólkinu. Til eru sérstakir tannburstar, tannkrem eða tannklútar til brúkunar í þessi verk.
Tannsteinn lyktar illa og því borgar sig að athuga tennurnar þegar andfýla gerir vart við sig. Þegar hundur er kominn með tannstein þá dugar ekki að bursta hann eða reyna nudda burtu með tannklút. Tannstein þarf að skafa af og er þá besta lausnin að panta tíma hjá dýralækni fyrir hundinn í tannsteinshreinsun. Verð á slíkri aðgerð fer að mestu leiti eftir stærð hundsins og svo hversu illa farnar tennurnar eru, því borgar sig að fara fyrr en seinna sjáiru að skán sé að myndast á tönnunum hjá voffa.
Það er mjög óráðlegt að lýta framhjá tannsteini sem er kominn í tennurnar á hundinum þínum. Út frá tannsteini geta myndast tannholdsbólgur sem eru mjög óþægilegar fyrir hundinn, í kjölfarið geta komið upp sýkingar í tannholdinu sem fara út í blóðið og geta á endanum valdið ýmsum sýkingum annarsstaðar í líkama hundsins eins og t.d. í hjartanu.
Skeggjaðir hundar eru í sérstökum áhættuhópi fyrir tannstein. Óhreinindi sem hanga í skegginu laumast uppí munninn þegar hundurinn sleikir út um. Einnig eiga hárin það til að festast á milli tannanna, safna óhreinindum og valda þá skemmdum á tönnum og tannholdi. Aldraðir hundar mynda svo oft hraðar tannstein en þeir yngri svo gott er að fylgjast sérstaklega vel með hundinum sínum í ellinni.
Allur réttur áskilinn © hundur.is