Uppbyggileg hundaþjálfun
Við getum náð öllum þeim markmiðum sem við viljum með uppbyggilegum/jákvæðum þjálfunaraðferðum. Uppbyggilegar þjálfunaraðferðir fela í sér aðferðir þar sem notast er við jákvæða styrkingu (hér eftir +R (Positive Reinforcement) og neikvæða refsingu -P (Negative Punishment)*.
Þjálfarar sem notast við uppbyggilega hundaþjálfun:
Ef þú ert hundaþjálfari sem fellur undir þessa skilgreiningu og ert ekki á listanum smelltu þá hér til að hafa samband.
Eftirfarandi þjálfarar notast við uppbyggjandi þjálfun:
Betri hundar
Sara Kristín Olrich White
Hundaakademían
Heiðrún Klara Johansen
Hundar Nútímans
Maríanna Lind Garðarsdóttir
Hundasetrið
Berglind Guðbrandsdóttir
Hvolpaskóli Hundastefnunnar
María Björk Tamimi
Teamwork hundaskóli
Elísa Hafdís Hafþórsdóttir
Tryggur hundaskóli
Sandra Sjöfn Helgadóttir
*Til skýringar á hugtökunum hér að ofan
- Jákvæð styrking. +R
Þegar einhverju er bætt við til að auka gleði hundsins þegar hann gerir rétt. Þetta getur verið leikfang, góðbiti eða hrós sem dæmi. - Neikvæð styrking. -R
Þegar eitthvað er tekið frá til að styrkja hegðun. Þá hefur t.d. verið sett pressa á taum eða líkama hundsins og þegar hundurinn gerir rétt er pressunni aflétt sem tekur burt óþægindi/pressu og styrkir þar með hegðunina sem óskað var eftir. Þetta er aðferð sem stundum er nefnd þvingun. - Jákvæð refsing. +P
Þegar einhverju er bætt við til að stöðva hegðun og/eða virka sem fælingarmáttur frá óvelkominni hegðun. Þetta getur verið kippur í hálsól, hengingaról sem þrengist, beisli sem þrengist, múll sem snýr hundinum, líkamleg valdbeiting, skammir eða ofbeldi sem dæmi. - Neikvæð refsing. -P
Þegar eitthvað er tekið frá til þess að styrkja ekki óvelkomna hegðun. Þetta getur verið góðbiti sem var í boði fyrir að framkvæma velkomna hegðun, en er ekki lengur í boði þegar hundurinn gerir eitthvað sem var ekki velkomið. Þessi aðferð hefur ekki niðurbrjótandi áhrif á hundinn og kemur ekki í veg fyrir að hann reyni aftur að gera rétt.