Umhverfisþjálfun hvolpa í hvolpakassanum
Fyrir þá sem eru með got er umhverfisþjálfun hvolpanna algerlega nauðsynlegur þáttur í uppeldi þeirra.
Til að taka af allan misskilning, þá er umhverfisþjálfun EKKI að setja hvolpinn í sem mest krefjandi aðstæður sem oftast.
Umhverfisþjálfun er í stjórnuðum aðstæðum þar sem reynt er eftir fremsta megni að valda hvolpunum ekki hræðslu, heldur kynna þá fyrir sem fjölbreyttustu aðstæðum lífsins við stýrðar aðstæður þar sem alltaf er hægt að grípa inní og stoppa ef ske kynni að hvolpurinn/hvolparnir hræðist. Góð umhverfisþjálfun byggir upp sjálstæði og sjálfsöryggi hvolpsins til að rannsaka heiminn og prófa nýja hluti, þetta er því ákaflega mikilvægt fyrir hvolpa sem síðar meir á að nota í einhverskonar vinnu eins og t.d. sem þjónustuhunda.
Fyrir hvolpa er það ákveðin umhverfisþjálfun að búa í lifandi umhverfi. Þá á ég við að þeir skuli ekki aldir upp í bílskúrum, útihúsum eða annarsstaðar þar sem þeir fá ekki að kynnast heimilislífi eða eðlilegum umgangi fólks. Að sjálfsögðu er mikill vinnusparnaður fólginn í því að hvolparnir eigi afdrep á slíkum stöðum yfir nóttina eða þegar fólk þarf að bregða sér af bæ, en það má þá hvorki vera of lengi í einu eða að þar sé of kalt.
Að fara með hund/hvolp á fjöldasamkomur eins og t.d. Gay pride eða menningarnótt er ekki gæfulegt. Fyrir flesta hunda er það allt of stórt skref og allt of margt sem getur farið úrskeiðis sem við höfum enga stjórn á. En alla aðra daga mæli ég klárlega með því að skella sér með hvutta í bæinn, stutta túra í einu þar sem margt mismunandi fólk er á ferðinni, mismunandi klætt, jafnvel með regnhlífar og kynna hann fyrir því sem lífið hefur uppá að bjóða öllu jafna. Ekki þvinga hundinn/hvolpinn í aðstæður sem hann er hræddur við. Oft kemur meira hugrekki með þroska og eitthvað sem er hundinum erfitt í dag, gæti verið ekkert mál eftir hálft ár, heilt ár eða eitt og hálf ár. Með því að þvinga hvolpinn til að takast á við hræðslu getur maður valdið aukinni hræðslu til langframa. Þetta er eitthvað sem ræktandi þarf að vita og fræða hvolpakaupendur sína um.
Til að taka af allan misskilning, þá er umhverfisþjálfun EKKI að setja hvolpinn í sem mest krefjandi aðstæður sem oftast.
Umhverfisþjálfun er í stjórnuðum aðstæðum þar sem reynt er eftir fremsta megni að valda hvolpunum ekki hræðslu, heldur kynna þá fyrir sem fjölbreyttustu aðstæðum lífsins við stýrðar aðstæður þar sem alltaf er hægt að grípa inní og stoppa ef ske kynni að hvolpurinn/hvolparnir hræðist. Góð umhverfisþjálfun byggir upp sjálstæði og sjálfsöryggi hvolpsins til að rannsaka heiminn og prófa nýja hluti, þetta er því ákaflega mikilvægt fyrir hvolpa sem síðar meir á að nota í einhverskonar vinnu eins og t.d. sem þjónustuhunda.
Fyrir hvolpa er það ákveðin umhverfisþjálfun að búa í lifandi umhverfi. Þá á ég við að þeir skuli ekki aldir upp í bílskúrum, útihúsum eða annarsstaðar þar sem þeir fá ekki að kynnast heimilislífi eða eðlilegum umgangi fólks. Að sjálfsögðu er mikill vinnusparnaður fólginn í því að hvolparnir eigi afdrep á slíkum stöðum yfir nóttina eða þegar fólk þarf að bregða sér af bæ, en það má þá hvorki vera of lengi í einu eða að þar sé of kalt.
Að fara með hund/hvolp á fjöldasamkomur eins og t.d. Gay pride eða menningarnótt er ekki gæfulegt. Fyrir flesta hunda er það allt of stórt skref og allt of margt sem getur farið úrskeiðis sem við höfum enga stjórn á. En alla aðra daga mæli ég klárlega með því að skella sér með hvutta í bæinn, stutta túra í einu þar sem margt mismunandi fólk er á ferðinni, mismunandi klætt, jafnvel með regnhlífar og kynna hann fyrir því sem lífið hefur uppá að bjóða öllu jafna. Ekki þvinga hundinn/hvolpinn í aðstæður sem hann er hræddur við. Oft kemur meira hugrekki með þroska og eitthvað sem er hundinum erfitt í dag, gæti verið ekkert mál eftir hálft ár, heilt ár eða eitt og hálf ár. Með því að þvinga hvolpinn til að takast á við hræðslu getur maður valdið aukinni hræðslu til langframa. Þetta er eitthvað sem ræktandi þarf að vita og fræða hvolpakaupendur sína um.
Þegar ræktandi kynnir hvolpana fyrir nýju dóti og nýjum aðstæðum þarf hann að passa sig á að ýta hvolpinum ekki ofani hið nýja framandi umhverfi. Það er mikilvægt fyrir hvolpinn að fá að nálgast nýjar aðstæður á eigin hraða og á meðan einum hvolpinum finnst þetta ekkert mál og trukkast jafnvel af stað þá getur annar verið meira til baka og þurft meiri tíma til að fylgjast með systkinum sínum áður en hann tekur sjálfur af skarið.
Ef hvolpurinn vill ekki skoða hið nýja umhverfi eða dót er það allt í lagi. Það gæti vel verið að hann sé tilbúinn til að skoða það á morgun í staðinn.
Ef hvolpurinn vill ekki skoða hið nýja umhverfi eða dót er það allt í lagi. Það gæti vel verið að hann sé tilbúinn til að skoða það á morgun í staðinn.
Fyrir hvolp að fara að heiman, frá mömmu sinni, heimili sínu og fjölskyldu er stórt skref og getur verið mörgum hvolpum sem áfall. Það er því mikilvægt að stíga varlega til jarðar og reyna eftir fremsta megni að gera þeim þetta auðveldara.
Ef kostur er á er sniðugast að fara með hvolpana á tilvonandi heimili í heimsókn alla saman! Ekki er verra ef mamman getur fylgt með og ætti heimsóknin að vera stutt og aðeins til þess fallin að hvolparnir sjái nýtt umhverfi, allir saman með stuðning af hvor öðrum, ræktandanum og mömmunni. Sá hvolpur sem svo fær að eiga heima þarna í framtíðinni er þá betur í stakk búinn til að takast á við nýtt heimilislíf eftir að hafa séð nýja heimilið á jákvæðan hátt áður en hann þurfti að standa þar á eigin fótum. Það er nefninlega alveg nógu erfitt að vera allt í einu einn á báti.
Þetta er pínu vesen, sérstaklega ef maður er með marga hvolpa af stærri gerðinni (ég gerði þetta sjálf með 8stk. Border Collie hvolpa), en þetta er algerlega þess virði og hefur sýnt sig hjá þeim ræktendum sem leggja þetta á sig að hvolparnir eru öruggari út í lífið þegar kemur að stóra deginum.
Nýjir eigendur ættu að vera duglegir að koma í heimsókn og leifa hvolpunum að kynnast sér. Best er að hvolparnir fái að gera það á eigin forsendum og ekki sé verið að elta þá og taka þá upp í tíma og ótíma. Sérstaklega skal fara varlega í að leifa ungum börnum að meðhöndla hvolpana og skal það alltaf gert að fullu undir stjórn fullorðinna.
Ef kostur er á er sniðugast að fara með hvolpana á tilvonandi heimili í heimsókn alla saman! Ekki er verra ef mamman getur fylgt með og ætti heimsóknin að vera stutt og aðeins til þess fallin að hvolparnir sjái nýtt umhverfi, allir saman með stuðning af hvor öðrum, ræktandanum og mömmunni. Sá hvolpur sem svo fær að eiga heima þarna í framtíðinni er þá betur í stakk búinn til að takast á við nýtt heimilislíf eftir að hafa séð nýja heimilið á jákvæðan hátt áður en hann þurfti að standa þar á eigin fótum. Það er nefninlega alveg nógu erfitt að vera allt í einu einn á báti.
Þetta er pínu vesen, sérstaklega ef maður er með marga hvolpa af stærri gerðinni (ég gerði þetta sjálf með 8stk. Border Collie hvolpa), en þetta er algerlega þess virði og hefur sýnt sig hjá þeim ræktendum sem leggja þetta á sig að hvolparnir eru öruggari út í lífið þegar kemur að stóra deginum.
Nýjir eigendur ættu að vera duglegir að koma í heimsókn og leifa hvolpunum að kynnast sér. Best er að hvolparnir fái að gera það á eigin forsendum og ekki sé verið að elta þá og taka þá upp í tíma og ótíma. Sérstaklega skal fara varlega í að leifa ungum börnum að meðhöndla hvolpana og skal það alltaf gert að fullu undir stjórn fullorðinna.
Höfundur:
Dóra Ásgeirsdóttir
Hundaþjálfari með hundaatferli sem sérsvið
Ræktandi
Dóra Ásgeirsdóttir
Hundaþjálfari með hundaatferli sem sérsvið
Ræktandi