Refsingar
- Grein þýdd af Dóru Ásgeirsdóttur hundaþjálfara og atferlisráðgjafa -
Greinina má finna á ensku hér:
https://vcahospitals.com/know-your-pet/why-punishment-should-be-avoided
Hvað er refsing?
Refsing er hvers konar inngrip sem ætlað er að draga úr atburði eða hegðun. Algengar refsingar gagnvart hundum og köttum fela í sér að henda hlutum í þá, hrifsa/kippa í hengingar-, gaddaól eða múl, ógna með fingrabendingu, rafmagnsól og líkamlegar leiðréttingar eins og lyftingar, hnéhögg, ýting, pot eða pressa. Refsing er ekki samheiti við sársauka eða misnotkun valds, þó að stig vaxandi refsiaðferðir verði oft að ofbeldi. Samt sem áður, samkvæmt skilgreiningu, á refsing að láta hegðun minnka eða stoppa alveg og ef það er ekki að gerast þá er refsingin ekki árangursrík og ætti að stöðva hana alfarið. Aftur á móti eru öll inngrip sem ætluð eru til að auka tíðni atburða eða hegðunar skilgreind sem styrking. Svo ef hegðun heldur áfram þrátt fyrir það sem eigandinn telur að sé refsing, þá er refsing ekki raunverulega að eiga sér stað.
Get ég refsað gæludýrinu mínu fyrir óæskilega hegðun?
Þó að refsing geti verið áhrifarík við að draga úr þeirri hegðun sem er óvelkomin (þegar henni er beitt innan 1 til 2 sekúndna), þá getur hún aukið vandamál sem fyrir eru og valdið nýjum ef hún er ekki gefin á réttan hátt. Jákvæð refsing (beiting óþægilegs áreitis) er beitt til að draga úr hegðun en ekki til að þjálfa gæludýrið. Refsinguna verður að framkvæma á meðan hegðunin á sér stað og helst um leið og hún byrjar. Refsingin verður að vera nægjanleg til að hindra hegðunina og tímasett þannig að hún fari saman við hegðunina. Oft er refsing gefin of seint eða sem viðvarandi skammir. Þessar illa tímasettu refsingar vekja í raun ótta en ekki bata eða minnkandi óvelkomna hegðun.
Þegar hegðunin hættir er refsing óviðeigandi og ástæðulaus þar sem líklegra er að það valdi því að gæludýrið tengi refsinguna við hvað sem það er að gera á þeim tíma og ólíklegt að það tengi hana við þá verknaði sem hafa átt sér stað áður. Í staðinn ætti að verðlauna hundinn strax fyrir nýja (æskilega) hegðun sem á sér stað.
„Gæludýr geta virkað með sektarkennd ef þau geta spáð fyrir um hvenær þú ert að fara að beita refsingu.“
Venjulega ætti að forðast refsingu sem beinist að gæludýrinu frá manneskju. Refsing sem meiðir og dýrið kemst ekki undan er ómannúðleg. Á hinn bóginn getur refsing í formi gildru eða búnaðar sem dýrið forðast og leiðir til óþægilegra afleiðinga, verið árangursrík ef afleiðingarnar eiga sér stað í hvert einasta skipti sem gæludýrið reynir að hegða sér á ákveðinn hátt og tengist ekki nærveru eigandans. Niðurstaðan verður sú að gæludýrið óttast að endurtaka hegðunina eða fara inn á svæðið og annað hvort hættir hegðuninni eða forðast svæðið með öllu. Fyrir nánari upplýsingar á ensku sjáið: [Using Punishment Effectively and Prevention and Punishment of Undesirable Behavior, and review the punishment guidelines published by the American Veterinary Society of Animal Behavior at avsabonline.org.]
Af hverju er eins og gæludýrið mitt skammist sín?
Gæludýr geta virkað með sektarkennd ef þau geta spáð fyrir um hvenær þú ætlar að beita refsingu eða ef þú ert óánægður. Sakbitinn svipurinn er í raun tilraun til að friðþægja manneskjuna, því gæludýrið væntir refsingar. Þetta er þó ekki það sama og viðurkenning á misgjörðum. Hundar sýna gjarnan friðþægingar eins og að húka (minnka sig), eyrun niður, skott milli fóta og augun pírð eða líta undan. Fyrir hundinn eru þessi merki hönnuð til að láta aðra hunda gefa eftir; í stuttu máli, hundurinn er að segja vinsamlegast hættu að hrópa, lemja eða refsa mér. Þetta er ekki það sama og viðurkenning á sekt, iðrun eða skilningur á því hvað hefur valdið refsingunni (sjá Canine Communication – Interpreting Dog Language).„Gæludýr geta orðið ringluð eða tilfinningar þeirra stangast á, ef þau geta ekki séð fyrir hvort höndin sem nálgast tákni vinalegt látbragð eða annað tilfelli refsingar.“
Gæludýr geta virkað sek (óttaslegið, undirgefið) vegna raddblæs þíns, líkamsstöðu þinnar eða athafna þinna. Gæludýr geta einnig virkað sek ef þau hafa lært hvaða aðstæður leiða til refsingar. Til dæmis, ef gæludýrið lærir að alltaf þegar þú gengur inn í herbergi þar sem gólfmottan hefur óhreinkast eða þar sem skemmdir hafa verið unnar, þá breytist þú í ógnandi/hættulegan einstakling. Þannig mun dýrið fljótt læra að forðast þig eða sýna friðþægingu við svipaðar aðstæður. Hinsvegar kennir þetta gæludýrinu þínu ekki að óvelkomin hegðun, svosem nag á innanstokksmunum eða losun innandyra, sé óæskileg, þar sem að á þeim tíma sem dýrið nagaði eða létti á sér voru engar óþægilegar afleiðingar (og í raun, frá sjónarhóli gæludýrsins, er líklegt að það hafi verið skemmtilegt eða nauðsynlegt (sjálfverðlaunandi)). Það þyrfti rökhugsunarfærni og tungumálakunnáttu langt umfram hvaða gæludýr sem er, til að læra að refsingin sem þú beitir nú, var fyrir verknað sem átti sér stað fyrir mínútum eða klukkustundum. Reyndar, ef gæludýri þínu hefur verið refsað fyrir óhreinindi eða eyðileggingu, þá væri það ekki óeðlilegt að gæludýrið þitt „sýni sekt“ ef þú rekst á óhreinindi eða skemmdir sem eru margra daga gamlar, eða orsökuðust af öðru gæludýri á heimilinu.
Refsing stöðvar óþekkt gæludýrsins míns. Af hverju get ég ekki notað það?
Þegar þú beitir refsingum virkar það aðeins til að stöðva ákveðna hegðun þegar þú ert til staðar. Raunar er gæludýrið fljótt að læra að þegar þú ert ekki til staðar leiðir hegðunin ekki til refsingar og mun fljótlega læra að hætta þegar þú ert að fylgjast með og halda áfram þegar þú ert ekki að fylgjast með. Sum gæludýr líta svo á væga refsingu (ýta burt, augnsambandi, tala við hundinn) sem einhvers konar athygli sem styrkir í raun óæskilega hegðun.
Annað og meira áhyggjuefni er að ef líkamleg refsing er notuð (t.d. að slá, pota, klípa, velta á bakið, eða grípa í hnakkadramp gæludýrsins) getur það valdið óþarfa óþægindum og aukið ótta gæludýrsins þegar það er nálgast á svipaðan hátt í framtíðinni.
Annað vandamál er að gæludýr geta orðið ringluð eða óáttuð á aðstæðum ef þau geta ekki skorið úr um hvort höndin sem nálgast táknar vinalegt látbragð eða annað tilfelli refsingar. Gæludýr ættu alltaf að líta á höndina sem nálgast sem jákvætt látbragð (vera klappað, skemmta sér eða leika sér) - höndin er vinveitt. Þetta á sérstaklega við um ketti þar sem hvers kyns refsingar manna geta aukið á ótta við fólk.
Er hægt að nota refsingu við þjálfun?
"Refsing getur kennt gæludýri að eitthvað sé óþægilegt, en það kennir gæludýrinu ekki hvað sé æskilegt."
Refsing getur kennt gæludýri að eitthvað sé óþægilegt, en það kennir gæludýrinu ekki hvað sé æskilegt. Þjálfun ætti að beinast að því að styrkja það sem er æskilegt en ekki að refsa fyrir það sem er óvelkomið. Þó að styrking geti aukið hegðun sem við viljum þjálfa, getur refsing aðeins dregið úr hegðun sem við viljum stöðva (sjá Reinforcements and rewards). Til þess að refsing sé árangursríkt þjálfunartæki verður það að eiga sér stað innan 1 eða 2 sekúndna frá óæskilegri hegðun (helst um leið og hún byrjar*), það verður að vera á réttum styrk til að trufla hegðunina, en ekki stuðla að ótta. Um leið og rétt hegðun næst þarf að hvetja og umbuna þá hegðun. Fræðilega séð er þetta rökrétt en í raun er erfitt að uppfylla þessar kröfur. Oft er refsing sein og léleg. Ef hundur skoðar eitthvað óæskilegt, þá er snöggt „Ah-Ah“ eða „nei“ sem er bara nógu ákaft til að fanga athygli hans viðeigandi ef þú getur hrósað, sýnt og kennt viðeigandi hegðun í staðinn. Of oft gerist það að refsingu er beitt án þess að beina hegðuninni í rétta átt, svo hundurinn endurtekur hegðunina sem hann hafði hvata til að gera og er síðan refsað aftur. Ef eitt orð eða hljóð nær ekki athygli hundsins þíns, þá þarftu aðra lausn og ættir að stilla aðstæðum upp þannig að hundurinn nái árangri frekar en að hann bregðist væntingum og hljóti refsingu í kjölfarið.
Hjálpar refsing við að sýna hundinum hver ræður eða til að sýna yfirburði?
Refsing getur stöðvað hegðun og ef hún er rétt tímasett getur hún gert gæludýrið ólíklegra til að endurtaka hegðunina í framtíðinni. Aftur á móti, að jafnvel þó að refsing sé nægilega óþægileg fyrir gæludýrið til að stöðva hegðun í viðurvist eins eða fleiri fjölskyldumeðlima (eða með þjálfara), þá getur gæludýrið orðið varnarsinnað og árásargjarnt ef sams konar refsing eða meðferð er beitt af öðrum (Duga eða drepast). Í raun munu sum gæludýr (skiljanlega) vera í vörn og árásargjörn gagnvart þeim sem hækka rödd sína eða reyna að beita líkamlegri refsingu. Að vera „í forsvari“, „ríkjandi“(dominant) eða „stjórnandi flokksins“(pack leader) eru ekki viðeigandi markmið fyrir þjálfun; óhjákvæmilega er gæludýrið að velja ákveðna hegðun vegna þess að það virtist viðeigandi á þeim tíma, en ekki til að hefna sín á eigandanum eða reyna að vera við stjórnvölinn (sjá Dominance, Alpha and Pack Leader).
"Refsing dregur aldrei úr ótta."
Algengustu aðferðir til að ráða yfir (dominera) hundi eru í raun refsitækni. Þessar aðferðir geta kallað fram ótta, hamlað viðbrögðum og bæla oft gjörðir hundsins aðeins til skemmri tíma. Árangursríkar hegðunarbreytingaraðferðir fela í sér jákvæða styrkingu og skapa jákvætt samband við áreiti eða aðstæður sem áður vöktu hræðslu viðbragð. Refsingar- og yfirráðsaðferðir eru ekki aðeins óviðeigandi eða ónauðsynlegar; heldur eru þær í raun gagnvirkar með því að skapa tilfinningaleg áhrif andstæð við það sem óskað var. Hundar keppa í raun ekki um forystu í flokk: en það sem þeir þurfa eru mannúðlegar, skýrar og fyrirsjáanlegar leiðir til að framkvæma þá hegðun sem óskað er eftir (sjá Dominance, Alpha and Pack Leader).
Hundurinn minn er hræddur við hávaða, ókunnugt fólk og aðra hunda. Hann stekkur stjórnlaust af stað og ég get ekki stöðvað hann án gaddaólar (prong). Er þessi refsing að skaða hundinn minn?
"Mikilvægast er að refsing hjálpar ekki gæludýrinu að læra réttu leiðina til að haga sér í aðstæðunum."
Þessi stjórnunar- og refsitækni mun, þegar öllu er á botninn hvolft, auka ótta hundsins, streitu og hugsanlega árásarhneigð. Til skemmri tíma litið virðast þessar aðferðir vera hin fullkomna skyndilausn, en með endurtekningu og síðari lærdómi, munu hundarnir þurfa þeir meiri stjórn og aukna refsingu til að ná sömu áhrifum. Refsingar draga aldrei úr ótta. Hafðu í huga að ef refsað var fyrir hegðunina á áhrifaríkan máta, ætti tíðni hegðunarinnar raunverulega að minnka. Ef þú þarft að nota sömu tækni ítrekað hefur hundurinn ekki lært ný viðbrögð sem er hið endanlega markmið.
Ef ég ætti ekki að refsa gæludýrinu mínu, hvernig stöðva ég þá óæskilega hegðun?
Þó að refsing geti verið árangursrík við að stöðva hegðun þegar þú ert til staðar, þá gerir það ekkert til að stöðva hegðunina þegar þú ert ekki til staðar.
"Oft þegar við refsum gæludýrum okkar fyrir hegðun sem okkur finnst óæskileg, gerum við þau hræddari við aðstæðurnar, fólkið eða gæludýrin sem það mætir í framtíðinni."
Mikilvægast er að refsing hjálpar ekki gæludýrinu að læra réttu leiðina til að haga sér í aðstæðunum. Þjálfun ætti að beinast að því að kenna gæludýrinu æskileg viðbrögð, frekar en að refsa því fyrir það sem er óvelkomið. Ef þú sérð gæludýrið þitt sýna óvelkomna hegðun, er truflun (t.d. með miklum hávaða, með lófaklappi eða „nei“) og beina svo hundinum á heppilegri hegðun í framhaldinu, besta inngripið. Flestar óæskilegar hegðanir eiga sér stað vegna þess að ekki er haft almennilegt eftirlit með gæludýrinu og hefur það því tækifæri til að sýna hegðunina, eða vegna þess að gæludýrið er stressað/kvíðið og telur að viðbrögðin séu rétt fyrir þær aðstæður (sjá Reinforcement and Rewards, Learn to Earn – Predictable Rewards, and Learning, Training, and Modifying Behavior)
Getur refsing valdið hegðunarvanda?
Mörg hegðunarvandamál stafa af óviðeigandi eða of mikilli refsingu. Raunar er hægt að breyta jákvæðu ástandi í neikvætt og óþægilegt með því einu að refsa hundinum. Til dæmis ef hundinum er stöðugt refsað þegar hann geltir á gesti heima hjá þér eða fólk sem fer framhjá eignum þínum, getur óttinn gagnvart gestum og gangandi farið stigversnandi.
„Refsing einblýnir á að stöðva hið óvelkomna en kennir ekki hvað er æskilegt.“
Ef hundurinn togar eða sprettur af stað þegar hann mætir nýju fólki eða öðrum hundum á götunni, getur refsing (til að reyna að stöðva sprett-hegðunina sem gæti hafa verið spenna og áhugi í upphafi) gert hundinn stressaðari fyrir hverjum nýjum einstaklingi eða hundi sem hann mætir. Á sama hátt ef gæludýrinu er refsað þegar það byrjar að skoða nýtt barn, annaðhvort með munnlegum eða líkamlegum leiðréttingum (jákvæð refsing) eða með því að fjarlægja það úr herberginu (neikvæð refsing), er líklegt að það búi til neikvæð tengsl við barnið. Í stuttu máli, oft þegar við refsum gæludýrum okkar fyrir hegðun sem okkur finnst óvelkomin, gerum við þau hræddari við það ástand, fólkið eða gæludýrin sem þau hitta á framtíðar samkomum.
Önnur möguleg niðurstaða refsingar er að hún valdi sumum gæludýrum ruglingi og geta þau byrjað að sýna óvenjulega hegðun eins og að snúast í hringi, elta skott, naga eða sleikja sig eða missa stjórn á þvagláti. Þessar hegðanir, þekkt sem tilfærslu hegðanir koma upp þegar gæludýr eru í innri átökum eða ruglástandi. Þetta gæti komið fram ef einstaklingur er ekki samkvæmur sjálfum sér í viðbrögðum gagnvart gæludýrinu. Til dæmis, ef einhverjar móttökur og athyglis-leitandi hegðanir eru styrktar en öðrum er refsað fyrir, þá getur það verið óljóst fyrir gæludýrið hvort það eigi að nálgast eða ekki. Vertu samkvæm/ur sjálfri/um þér. Kenndu gæludýrinu þínu rétta móttökuhegðun og hvaða hegðun veitir þeim þá athygli sem þau vilja (sjá Learn to Earn – Predictable Rewards).
Er hægt að nota refsingu til að leiðrétta hegðunarvandamál?
Ekki ætti að nota refsingu til að leiðrétta óvelkomna hegðun.
Sum gæludýr geta litið á það sem styrkingu en önnur verða hræddari eða árásargjarnari. Refsing beinist að því að stöðva hið óæskilega en kennir ekki hvað er æskilegt. Til dæmis, ef gæludýrið geltir, sprettur fram eða er árásargjarnt gagnvart börnum, hundum eða ókunnugum, þá er refsingin aðeins til þess fallin að gera gæludýrið æ stressaðara og kvíðnara í hvert skipti sem það hittir fyrir barn, hund eða ókunnuga. Aftur á móti, að róa dýrið og styrkja æskilega hegðun (eins og að sitja rólega og beina athygli að eigandanum) kennir dýrinu hvernig best er að bregðast við aðstæðunum og að hver ný áskorun geti haft jákvæða niðurstöðu. (sjá Teaching Calm – Settle and Relaxation Training).
*Innskot frá þýðanda.
Þýðing: Dóra Ásgeirsdóttir, Hundaþjálfari og atferlisráðgjafi.
Gæludýr geta virkað með sektarkennd ef þau geta spáð fyrir um hvenær þú ætlar að beita refsingu eða ef þú ert óánægður. Sakbitinn svipurinn er í raun tilraun til að friðþægja manneskjuna, því gæludýrið væntir refsingar. Þetta er þó ekki það sama og viðurkenning á misgjörðum. Hundar sýna gjarnan friðþægingar eins og að húka (minnka sig), eyrun niður, skott milli fóta og augun pírð eða líta undan. Fyrir hundinn eru þessi merki hönnuð til að láta aðra hunda gefa eftir; í stuttu máli, hundurinn er að segja vinsamlegast hættu að hrópa, lemja eða refsa mér. Þetta er ekki það sama og viðurkenning á sekt, iðrun eða skilningur á því hvað hefur valdið refsingunni (sjá Canine Communication – Interpreting Dog Language).„Gæludýr geta orðið ringluð eða tilfinningar þeirra stangast á, ef þau geta ekki séð fyrir hvort höndin sem nálgast tákni vinalegt látbragð eða annað tilfelli refsingar.“
Gæludýr geta virkað sek (óttaslegið, undirgefið) vegna raddblæs þíns, líkamsstöðu þinnar eða athafna þinna. Gæludýr geta einnig virkað sek ef þau hafa lært hvaða aðstæður leiða til refsingar. Til dæmis, ef gæludýrið lærir að alltaf þegar þú gengur inn í herbergi þar sem gólfmottan hefur óhreinkast eða þar sem skemmdir hafa verið unnar, þá breytist þú í ógnandi/hættulegan einstakling. Þannig mun dýrið fljótt læra að forðast þig eða sýna friðþægingu við svipaðar aðstæður. Hinsvegar kennir þetta gæludýrinu þínu ekki að óvelkomin hegðun, svosem nag á innanstokksmunum eða losun innandyra, sé óæskileg, þar sem að á þeim tíma sem dýrið nagaði eða létti á sér voru engar óþægilegar afleiðingar (og í raun, frá sjónarhóli gæludýrsins, er líklegt að það hafi verið skemmtilegt eða nauðsynlegt (sjálfverðlaunandi)). Það þyrfti rökhugsunarfærni og tungumálakunnáttu langt umfram hvaða gæludýr sem er, til að læra að refsingin sem þú beitir nú, var fyrir verknað sem átti sér stað fyrir mínútum eða klukkustundum. Reyndar, ef gæludýri þínu hefur verið refsað fyrir óhreinindi eða eyðileggingu, þá væri það ekki óeðlilegt að gæludýrið þitt „sýni sekt“ ef þú rekst á óhreinindi eða skemmdir sem eru margra daga gamlar, eða orsökuðust af öðru gæludýri á heimilinu.
Refsing stöðvar óþekkt gæludýrsins míns. Af hverju get ég ekki notað það?
Þegar þú beitir refsingum virkar það aðeins til að stöðva ákveðna hegðun þegar þú ert til staðar. Raunar er gæludýrið fljótt að læra að þegar þú ert ekki til staðar leiðir hegðunin ekki til refsingar og mun fljótlega læra að hætta þegar þú ert að fylgjast með og halda áfram þegar þú ert ekki að fylgjast með. Sum gæludýr líta svo á væga refsingu (ýta burt, augnsambandi, tala við hundinn) sem einhvers konar athygli sem styrkir í raun óæskilega hegðun.
Annað og meira áhyggjuefni er að ef líkamleg refsing er notuð (t.d. að slá, pota, klípa, velta á bakið, eða grípa í hnakkadramp gæludýrsins) getur það valdið óþarfa óþægindum og aukið ótta gæludýrsins þegar það er nálgast á svipaðan hátt í framtíðinni.
Annað vandamál er að gæludýr geta orðið ringluð eða óáttuð á aðstæðum ef þau geta ekki skorið úr um hvort höndin sem nálgast táknar vinalegt látbragð eða annað tilfelli refsingar. Gæludýr ættu alltaf að líta á höndina sem nálgast sem jákvætt látbragð (vera klappað, skemmta sér eða leika sér) - höndin er vinveitt. Þetta á sérstaklega við um ketti þar sem hvers kyns refsingar manna geta aukið á ótta við fólk.
Er hægt að nota refsingu við þjálfun?
"Refsing getur kennt gæludýri að eitthvað sé óþægilegt, en það kennir gæludýrinu ekki hvað sé æskilegt."
Refsing getur kennt gæludýri að eitthvað sé óþægilegt, en það kennir gæludýrinu ekki hvað sé æskilegt. Þjálfun ætti að beinast að því að styrkja það sem er æskilegt en ekki að refsa fyrir það sem er óvelkomið. Þó að styrking geti aukið hegðun sem við viljum þjálfa, getur refsing aðeins dregið úr hegðun sem við viljum stöðva (sjá Reinforcements and rewards). Til þess að refsing sé árangursríkt þjálfunartæki verður það að eiga sér stað innan 1 eða 2 sekúndna frá óæskilegri hegðun (helst um leið og hún byrjar*), það verður að vera á réttum styrk til að trufla hegðunina, en ekki stuðla að ótta. Um leið og rétt hegðun næst þarf að hvetja og umbuna þá hegðun. Fræðilega séð er þetta rökrétt en í raun er erfitt að uppfylla þessar kröfur. Oft er refsing sein og léleg. Ef hundur skoðar eitthvað óæskilegt, þá er snöggt „Ah-Ah“ eða „nei“ sem er bara nógu ákaft til að fanga athygli hans viðeigandi ef þú getur hrósað, sýnt og kennt viðeigandi hegðun í staðinn. Of oft gerist það að refsingu er beitt án þess að beina hegðuninni í rétta átt, svo hundurinn endurtekur hegðunina sem hann hafði hvata til að gera og er síðan refsað aftur. Ef eitt orð eða hljóð nær ekki athygli hundsins þíns, þá þarftu aðra lausn og ættir að stilla aðstæðum upp þannig að hundurinn nái árangri frekar en að hann bregðist væntingum og hljóti refsingu í kjölfarið.
Hjálpar refsing við að sýna hundinum hver ræður eða til að sýna yfirburði?
Refsing getur stöðvað hegðun og ef hún er rétt tímasett getur hún gert gæludýrið ólíklegra til að endurtaka hegðunina í framtíðinni. Aftur á móti, að jafnvel þó að refsing sé nægilega óþægileg fyrir gæludýrið til að stöðva hegðun í viðurvist eins eða fleiri fjölskyldumeðlima (eða með þjálfara), þá getur gæludýrið orðið varnarsinnað og árásargjarnt ef sams konar refsing eða meðferð er beitt af öðrum (Duga eða drepast). Í raun munu sum gæludýr (skiljanlega) vera í vörn og árásargjörn gagnvart þeim sem hækka rödd sína eða reyna að beita líkamlegri refsingu. Að vera „í forsvari“, „ríkjandi“(dominant) eða „stjórnandi flokksins“(pack leader) eru ekki viðeigandi markmið fyrir þjálfun; óhjákvæmilega er gæludýrið að velja ákveðna hegðun vegna þess að það virtist viðeigandi á þeim tíma, en ekki til að hefna sín á eigandanum eða reyna að vera við stjórnvölinn (sjá Dominance, Alpha and Pack Leader).
"Refsing dregur aldrei úr ótta."
Algengustu aðferðir til að ráða yfir (dominera) hundi eru í raun refsitækni. Þessar aðferðir geta kallað fram ótta, hamlað viðbrögðum og bæla oft gjörðir hundsins aðeins til skemmri tíma. Árangursríkar hegðunarbreytingaraðferðir fela í sér jákvæða styrkingu og skapa jákvætt samband við áreiti eða aðstæður sem áður vöktu hræðslu viðbragð. Refsingar- og yfirráðsaðferðir eru ekki aðeins óviðeigandi eða ónauðsynlegar; heldur eru þær í raun gagnvirkar með því að skapa tilfinningaleg áhrif andstæð við það sem óskað var. Hundar keppa í raun ekki um forystu í flokk: en það sem þeir þurfa eru mannúðlegar, skýrar og fyrirsjáanlegar leiðir til að framkvæma þá hegðun sem óskað er eftir (sjá Dominance, Alpha and Pack Leader).
Hundurinn minn er hræddur við hávaða, ókunnugt fólk og aðra hunda. Hann stekkur stjórnlaust af stað og ég get ekki stöðvað hann án gaddaólar (prong). Er þessi refsing að skaða hundinn minn?
"Mikilvægast er að refsing hjálpar ekki gæludýrinu að læra réttu leiðina til að haga sér í aðstæðunum."
Þessi stjórnunar- og refsitækni mun, þegar öllu er á botninn hvolft, auka ótta hundsins, streitu og hugsanlega árásarhneigð. Til skemmri tíma litið virðast þessar aðferðir vera hin fullkomna skyndilausn, en með endurtekningu og síðari lærdómi, munu hundarnir þurfa þeir meiri stjórn og aukna refsingu til að ná sömu áhrifum. Refsingar draga aldrei úr ótta. Hafðu í huga að ef refsað var fyrir hegðunina á áhrifaríkan máta, ætti tíðni hegðunarinnar raunverulega að minnka. Ef þú þarft að nota sömu tækni ítrekað hefur hundurinn ekki lært ný viðbrögð sem er hið endanlega markmið.
Ef ég ætti ekki að refsa gæludýrinu mínu, hvernig stöðva ég þá óæskilega hegðun?
Þó að refsing geti verið árangursrík við að stöðva hegðun þegar þú ert til staðar, þá gerir það ekkert til að stöðva hegðunina þegar þú ert ekki til staðar.
"Oft þegar við refsum gæludýrum okkar fyrir hegðun sem okkur finnst óæskileg, gerum við þau hræddari við aðstæðurnar, fólkið eða gæludýrin sem það mætir í framtíðinni."
Mikilvægast er að refsing hjálpar ekki gæludýrinu að læra réttu leiðina til að haga sér í aðstæðunum. Þjálfun ætti að beinast að því að kenna gæludýrinu æskileg viðbrögð, frekar en að refsa því fyrir það sem er óvelkomið. Ef þú sérð gæludýrið þitt sýna óvelkomna hegðun, er truflun (t.d. með miklum hávaða, með lófaklappi eða „nei“) og beina svo hundinum á heppilegri hegðun í framhaldinu, besta inngripið. Flestar óæskilegar hegðanir eiga sér stað vegna þess að ekki er haft almennilegt eftirlit með gæludýrinu og hefur það því tækifæri til að sýna hegðunina, eða vegna þess að gæludýrið er stressað/kvíðið og telur að viðbrögðin séu rétt fyrir þær aðstæður (sjá Reinforcement and Rewards, Learn to Earn – Predictable Rewards, and Learning, Training, and Modifying Behavior)
Getur refsing valdið hegðunarvanda?
Mörg hegðunarvandamál stafa af óviðeigandi eða of mikilli refsingu. Raunar er hægt að breyta jákvæðu ástandi í neikvætt og óþægilegt með því einu að refsa hundinum. Til dæmis ef hundinum er stöðugt refsað þegar hann geltir á gesti heima hjá þér eða fólk sem fer framhjá eignum þínum, getur óttinn gagnvart gestum og gangandi farið stigversnandi.
„Refsing einblýnir á að stöðva hið óvelkomna en kennir ekki hvað er æskilegt.“
Ef hundurinn togar eða sprettur af stað þegar hann mætir nýju fólki eða öðrum hundum á götunni, getur refsing (til að reyna að stöðva sprett-hegðunina sem gæti hafa verið spenna og áhugi í upphafi) gert hundinn stressaðari fyrir hverjum nýjum einstaklingi eða hundi sem hann mætir. Á sama hátt ef gæludýrinu er refsað þegar það byrjar að skoða nýtt barn, annaðhvort með munnlegum eða líkamlegum leiðréttingum (jákvæð refsing) eða með því að fjarlægja það úr herberginu (neikvæð refsing), er líklegt að það búi til neikvæð tengsl við barnið. Í stuttu máli, oft þegar við refsum gæludýrum okkar fyrir hegðun sem okkur finnst óvelkomin, gerum við þau hræddari við það ástand, fólkið eða gæludýrin sem þau hitta á framtíðar samkomum.
Önnur möguleg niðurstaða refsingar er að hún valdi sumum gæludýrum ruglingi og geta þau byrjað að sýna óvenjulega hegðun eins og að snúast í hringi, elta skott, naga eða sleikja sig eða missa stjórn á þvagláti. Þessar hegðanir, þekkt sem tilfærslu hegðanir koma upp þegar gæludýr eru í innri átökum eða ruglástandi. Þetta gæti komið fram ef einstaklingur er ekki samkvæmur sjálfum sér í viðbrögðum gagnvart gæludýrinu. Til dæmis, ef einhverjar móttökur og athyglis-leitandi hegðanir eru styrktar en öðrum er refsað fyrir, þá getur það verið óljóst fyrir gæludýrið hvort það eigi að nálgast eða ekki. Vertu samkvæm/ur sjálfri/um þér. Kenndu gæludýrinu þínu rétta móttökuhegðun og hvaða hegðun veitir þeim þá athygli sem þau vilja (sjá Learn to Earn – Predictable Rewards).
Er hægt að nota refsingu til að leiðrétta hegðunarvandamál?
Ekki ætti að nota refsingu til að leiðrétta óvelkomna hegðun.
Sum gæludýr geta litið á það sem styrkingu en önnur verða hræddari eða árásargjarnari. Refsing beinist að því að stöðva hið óæskilega en kennir ekki hvað er æskilegt. Til dæmis, ef gæludýrið geltir, sprettur fram eða er árásargjarnt gagnvart börnum, hundum eða ókunnugum, þá er refsingin aðeins til þess fallin að gera gæludýrið æ stressaðara og kvíðnara í hvert skipti sem það hittir fyrir barn, hund eða ókunnuga. Aftur á móti, að róa dýrið og styrkja æskilega hegðun (eins og að sitja rólega og beina athygli að eigandanum) kennir dýrinu hvernig best er að bregðast við aðstæðunum og að hver ný áskorun geti haft jákvæða niðurstöðu. (sjá Teaching Calm – Settle and Relaxation Training).
*Innskot frá þýðanda.
Þýðing: Dóra Ásgeirsdóttir, Hundaþjálfari og atferlisráðgjafi.