Þefleikir
- Dóra Ásgeirsdóttir hundaþjálfari -
|
Með því að smella á táknið hér til vinstri/að ofan
getur þú hlustað á lestur þessa texta. |
Þefleikir eru eitt af þeim góðu tólum sem maður getur tileinkað sér í hundaþjálfun. Fyrir hunda er þef róandi og hjálpar þeim að brjóta niður cortisol (streituhormón) í líkamanum. Það er samt ekki alveg sama hvernig þeir eru framkvæmdir, því þó að þefið sjálft sé róandi, þá getur leitarathöfnin orðið að keppni hjá sumum hundum þar sem þeir reyna sitt besta að finna allt eins hratt og hægt er. Þá er tilgangurinn með rónni svolítið fallinn um sjálfan sig þó að þetta sé vissulega skemmtun fyrir hundinn. Nánari útskýringu á streitu í hundum má finna hér: Streituglasið.
Hér ætla ég að koma með dæmi um hvernig hægt er að gera þefleiki að róandi athöfnum sem geta hjálpa hundinum þínum að minnka streitu og hvílast betur. Hafið í huga að hver sem leikurinn er, þá er gott að fylgjast með því hvert hugarástand hundsins er þegar hann finnur fyrstu verðlaunin. Ef hundurinn er mjög æstur og að fara hratt yfir þegar hann finnur fyrstu verðlaunin þá getur það orðið þemað í gegnum allan leikinn og þá er markmiðinu ekki endilega náð.
Garðurinn.
Ef þú átt góða grasflöt þá er kjörið að nota hann fyrir þefleiki. Farðu út án hundsins og dreifðu nammibitum um grasflötina, Passaðu uppá að gera þetta í rólegheitum og helst alveg án þess að hundurinn verði þess var.
Hundar eru ansi klókir þegar kemur að líkamstjáningu og lykt svo það eru allar líkur á því að hundurinn fatti að þú sért eitthvað að bauka. Þá gildir í raun bara að bíða. Þegar þú ert búin/n að dreyfa namminu í garðinum og kemur inn, bíddu þá þar til hundurinn er slakur eða annars hugar. Til að flýta fyrir borgar sig að fara sjálf/ur að gera eitthvað annað. Lesa blaðið, setjast niður, kíkja í símann eða hvað sem er annað sem fær hundinn til að hætta að veita þér sérstaka athygli. Þegar hundurinn er svo orðinn annars hugar er lag að bjóða honum út. Athugið samt að gera það á svipaðan hátt og þið mynduð bjóða honum út að gera þarfir sínar. Ekki segja hundinum að leita eða setja neitt stikkorð á athöfnina, bjóðið hundinum bara að koma út í rólegheitunum (ef garðurinn er lokaður og hundurinn er vanur að fara einn út, hafið það þá þannig. Ef hundurinn fer vanalega með ykkur út í taum þá hafið þið það þannig) og svo kemur hundurinn til með að finna alveg óvart nammibita.
Þegar hundurinn finnur fyrsta nammibitann, þá kviknar hvötin hjá honum að finna fleiri og leikurinn er hafinn, án frekari afskipta frá eiganda. Hundurinn sér um rest. Ef hundurinn á erfitt með frumkvæði að hreyfa sig um garðinn til að leita þá er allt í lagi að rölta með honum, en forðist að benda á bitana eða labba alveg beint að þeim, því það getur gert hundinn háðan ykkar aðstoð í leitinni, en takmarkið er að hundurinn noti nefið og vinni sjálfstætt.
Inni
Ef þú ert ekki með garð eða veður/aðstæður bjóða ekki uppá að gera þetta utandyra þá má vel gera þetta sama innandyra. Hér þarf bara að passa betur uppá að hundurinn spennist ekki upp við að sjá þig undirbúa leikinn. Sem dæmi, þá gætirðu farið með hundinn í lausagöngu út fyrir bæinn og þegar heim er komið ekki tekið hundinn inn úr bílnum strax heldur farið inn fyrst til að dreyfa namminu. Það er sniðugt að byrja á því að hafa þetta auðvelt. Fyrstu bitana ætti að setja einhversstaðar þar sem tryggt er að hundurinn finni þá (t.d. bara rétt innan við forstofuna á miðju gólfi) og næsti biti sé ekki langt undan svo að hvötin til að leita að meiru kvikni fyrir alvöru.
Verðlauna göngutúr
Eins og ég hef nefnt í annarri grein hér á síðunni, þá eru göngutúrar frábær tækifæri fyrir hundinn til að þefa. Við getum hvatt hundinn til þess að þefa enn meira og fá meira út úr því með því að krydda gönguna svolítið.
Safnið klósettpappírsrúllum næsta mánuðinn eða svo (fer svolítið eftir stærð heimilis). Þegar þið eruð komin með dass af rúllum, brjótið þá upp á endana á þeim og setjið góðbita inní, brjótið uppá hinn endann til þess að loka. Ekki líma fyrir eða loka rúllunni alveg því það er betra að það lofti svolítið um góðbitann inní rúllunni.
Ég mæli með því að vera með hundinn í 3-5m löngum taum og góðu beisli í göngunni. Á þennan hátt hefur hundurinn rými til þess að hreyfa sig á eðlilegan hátt og skoða umhverfi sitt án of mikilla hamla, en án þess þó að hann ráði því hvert ferðinni er heitið. Ég mæli ekki með sjálfvirkum taumum (t.d. Flexi) því af þeim geta skapast bæði óþægindi fyrir hundinn, sem og hættur á slysum við ranga notkun.
Þú getur annaðhvort undirbúið svona verðlaunagöngu með því að ganga leiðina sem þú ætlar að fara hundlaus fyrst, eða valið að ganga ákveðna leið fram og til baka. Veljir þú seinni kostinn (sem er það sem ég sjálf hef gert) þá er fyrri partur göngunnar í rauninni alveg venjulegur göngutúr þar sem hundurinn nýtir taumlengdina til að þefa af áhugaverðum stöðum. Ég nýti tækifærin þegar ég sé heppilega staði og hundurinn er ekki með athyglina á mér til þess að sleppa niður rúllu hér og rúllu þar. Til dæmis inní runna sem hundurinn á auðvelt með að komast inní, bakvið kantstein, eða bara hvar sem hundurinn hefur kost á því að nálgast rúlluna á auðveldan hátt og án aðstoðar. Takið þó tillit til hundsins sem þið eruð með, forðist að setja rúllu nálægt hlutum sem hundurinn gæti hræðst (umhverfisþjálfun er nauðsynleg, en ætti að vera alveg sér þjálfun). Síðustu tvær rúllurnar er svo gott að geyma og setja ekki niður fyrr en skömmu áður en þú ákveður að snúa við. Næst síðasta rúllan ætti að vera falin stuttu frá síðustu rúllunni, en síðasta rúllan ætti að vera á nokkuð augljósum stað fyrir hundinn því það er fyrsta rúllan sem hann kemur til með að finna. Svo með því að finna rúllu nr. 2 (næst síðasta rúllan) er leikurinn kominn í gang og hundurinn farinn að leita meira markvisst.
Hjálpið hundinum að opna rúllurnar til að fá nammið. Ef hundurinn er óviljugur til að leyfa ykkur að hjálpa, verið þá með auka nammi í vasanum sem þið skiptið við hann á rúllunni og látið hann svo fá innihald rúllunnar. Leikurinn hér snýst nefnilega ekki um að ná namminu úr rúllunni heldur að leita með nefinu.
Hér ætla ég að koma með dæmi um hvernig hægt er að gera þefleiki að róandi athöfnum sem geta hjálpa hundinum þínum að minnka streitu og hvílast betur. Hafið í huga að hver sem leikurinn er, þá er gott að fylgjast með því hvert hugarástand hundsins er þegar hann finnur fyrstu verðlaunin. Ef hundurinn er mjög æstur og að fara hratt yfir þegar hann finnur fyrstu verðlaunin þá getur það orðið þemað í gegnum allan leikinn og þá er markmiðinu ekki endilega náð.
Garðurinn.
Ef þú átt góða grasflöt þá er kjörið að nota hann fyrir þefleiki. Farðu út án hundsins og dreifðu nammibitum um grasflötina, Passaðu uppá að gera þetta í rólegheitum og helst alveg án þess að hundurinn verði þess var.
Hundar eru ansi klókir þegar kemur að líkamstjáningu og lykt svo það eru allar líkur á því að hundurinn fatti að þú sért eitthvað að bauka. Þá gildir í raun bara að bíða. Þegar þú ert búin/n að dreyfa namminu í garðinum og kemur inn, bíddu þá þar til hundurinn er slakur eða annars hugar. Til að flýta fyrir borgar sig að fara sjálf/ur að gera eitthvað annað. Lesa blaðið, setjast niður, kíkja í símann eða hvað sem er annað sem fær hundinn til að hætta að veita þér sérstaka athygli. Þegar hundurinn er svo orðinn annars hugar er lag að bjóða honum út. Athugið samt að gera það á svipaðan hátt og þið mynduð bjóða honum út að gera þarfir sínar. Ekki segja hundinum að leita eða setja neitt stikkorð á athöfnina, bjóðið hundinum bara að koma út í rólegheitunum (ef garðurinn er lokaður og hundurinn er vanur að fara einn út, hafið það þá þannig. Ef hundurinn fer vanalega með ykkur út í taum þá hafið þið það þannig) og svo kemur hundurinn til með að finna alveg óvart nammibita.
Þegar hundurinn finnur fyrsta nammibitann, þá kviknar hvötin hjá honum að finna fleiri og leikurinn er hafinn, án frekari afskipta frá eiganda. Hundurinn sér um rest. Ef hundurinn á erfitt með frumkvæði að hreyfa sig um garðinn til að leita þá er allt í lagi að rölta með honum, en forðist að benda á bitana eða labba alveg beint að þeim, því það getur gert hundinn háðan ykkar aðstoð í leitinni, en takmarkið er að hundurinn noti nefið og vinni sjálfstætt.
Inni
Ef þú ert ekki með garð eða veður/aðstæður bjóða ekki uppá að gera þetta utandyra þá má vel gera þetta sama innandyra. Hér þarf bara að passa betur uppá að hundurinn spennist ekki upp við að sjá þig undirbúa leikinn. Sem dæmi, þá gætirðu farið með hundinn í lausagöngu út fyrir bæinn og þegar heim er komið ekki tekið hundinn inn úr bílnum strax heldur farið inn fyrst til að dreyfa namminu. Það er sniðugt að byrja á því að hafa þetta auðvelt. Fyrstu bitana ætti að setja einhversstaðar þar sem tryggt er að hundurinn finni þá (t.d. bara rétt innan við forstofuna á miðju gólfi) og næsti biti sé ekki langt undan svo að hvötin til að leita að meiru kvikni fyrir alvöru.
Verðlauna göngutúr
Eins og ég hef nefnt í annarri grein hér á síðunni, þá eru göngutúrar frábær tækifæri fyrir hundinn til að þefa. Við getum hvatt hundinn til þess að þefa enn meira og fá meira út úr því með því að krydda gönguna svolítið.
Safnið klósettpappírsrúllum næsta mánuðinn eða svo (fer svolítið eftir stærð heimilis). Þegar þið eruð komin með dass af rúllum, brjótið þá upp á endana á þeim og setjið góðbita inní, brjótið uppá hinn endann til þess að loka. Ekki líma fyrir eða loka rúllunni alveg því það er betra að það lofti svolítið um góðbitann inní rúllunni.
Ég mæli með því að vera með hundinn í 3-5m löngum taum og góðu beisli í göngunni. Á þennan hátt hefur hundurinn rými til þess að hreyfa sig á eðlilegan hátt og skoða umhverfi sitt án of mikilla hamla, en án þess þó að hann ráði því hvert ferðinni er heitið. Ég mæli ekki með sjálfvirkum taumum (t.d. Flexi) því af þeim geta skapast bæði óþægindi fyrir hundinn, sem og hættur á slysum við ranga notkun.
Þú getur annaðhvort undirbúið svona verðlaunagöngu með því að ganga leiðina sem þú ætlar að fara hundlaus fyrst, eða valið að ganga ákveðna leið fram og til baka. Veljir þú seinni kostinn (sem er það sem ég sjálf hef gert) þá er fyrri partur göngunnar í rauninni alveg venjulegur göngutúr þar sem hundurinn nýtir taumlengdina til að þefa af áhugaverðum stöðum. Ég nýti tækifærin þegar ég sé heppilega staði og hundurinn er ekki með athyglina á mér til þess að sleppa niður rúllu hér og rúllu þar. Til dæmis inní runna sem hundurinn á auðvelt með að komast inní, bakvið kantstein, eða bara hvar sem hundurinn hefur kost á því að nálgast rúlluna á auðveldan hátt og án aðstoðar. Takið þó tillit til hundsins sem þið eruð með, forðist að setja rúllu nálægt hlutum sem hundurinn gæti hræðst (umhverfisþjálfun er nauðsynleg, en ætti að vera alveg sér þjálfun). Síðustu tvær rúllurnar er svo gott að geyma og setja ekki niður fyrr en skömmu áður en þú ákveður að snúa við. Næst síðasta rúllan ætti að vera falin stuttu frá síðustu rúllunni, en síðasta rúllan ætti að vera á nokkuð augljósum stað fyrir hundinn því það er fyrsta rúllan sem hann kemur til með að finna. Svo með því að finna rúllu nr. 2 (næst síðasta rúllan) er leikurinn kominn í gang og hundurinn farinn að leita meira markvisst.
Hjálpið hundinum að opna rúllurnar til að fá nammið. Ef hundurinn er óviljugur til að leyfa ykkur að hjálpa, verið þá með auka nammi í vasanum sem þið skiptið við hann á rúllunni og látið hann svo fá innihald rúllunnar. Leikurinn hér snýst nefnilega ekki um að ná namminu úr rúllunni heldur að leita með nefinu.
Á meðan á leitinni stendur, takið þá mið af vindáttinni. Ef vindurinn blæs frá hundinum og að rúllunni þá er ólíklegra að hundurinn finni rúlluna. Það er skynsamlegt að taka mið af því þegar rúllan er sett út til að byrja með, en eins og við vitum þá getur vindátt mjög snarlega breyst hér á Íslandi og þá er í raun bara að spila af fingrum fram, svosem að fara með hundinn vindmegin við runnann sem rúllan var sett í, þó það þýði að þið séuð ekki að ganga lengur á göngustíg (svo framarlega sem ekki er verið að fara inná einkalóð eða skemma eitthvað). Svo, í þessu eins og hinum þefleikjunum, skal forðast að benda hundinum á verðlaunin.
Ástæða þess að ég mæli með að nota rúllur í þessa gerð af leit er sú að við getum aldrei spáð fyrir um hverjir aðrir muni ganga þessa sömu leið eftir að við höfum sett rúllurnar á sinn stað. Komi annar hundur í göngu um svæðið þá kemur rúllan í veg fyrir að sá hundur geti gleypt nammið hugsunarlaust. Sumir hundar eru með fæðuofnæmi og þá getur eigandi þess hunds stöðvað hundinn í að éta nammið/rúlluna, sem hann hefði ekki kost á að gera ef nammið væri án umbúða. Einnig þá er rúllan nokkuð umhverfisvæn ef ske kynni að hún finnist ekki á bakaleiðinni. Hún brotnar niður með tímanum og verður að mold annað en mörg önnur ílát sem manni gæti dottið í hug að nota. Hundum með gleypigang ætti heldur ekki að verða meint af því að fá ofaní sig smá bita af pappa, en varist þó að þeir nái að borða of mikið af honum.
2 eða fleiri hundar á heimili
Það flækir málin í svona leikjum að vera með fleiri en einn hund. Í þeirri stöðu mæli ég frekar með að gera þetta í garðinum eða í göngutúr heldur en inni, því aðeins hundur ætti að taka þátt í leiknum í einu og við viljum forðast að leikurinn hjá einum hundi bitni á vellíðan hinna hundanna. Það er hægt að undirbúa svona fyrir fleiri en einn hund, t.d. með því að fylla Kong af kæfu eða gómsætum dósamat og frysta. Þá getur sá hundur sem ekki er að leita fengið það verkefni að ná namminu úr Konginu á meðan. Annars þarf maður bara að spila það af fingrum fram með hvert tilfelli fyrir sig hvað virkar fyrir þá hunda sem eru á heimilinu.
Ástæða þess að ég mæli ekki með þefleikjum fyrir fleiri en einn hund í einu er sú að þá er leikurinn hættur að vera róandi og orðinn að keppni. Það er eitthvað sem við viljum ekki ef markmiðið er að brjóta niður streituhormón og búa til vellíðan og slökun hjá hundunum.