Að húsvenja hvolpa
- Dóra Ásgeirsdóttir - hundaþjálfari og atferlisráðgjafi -
Það eru til ýmis gömul húsráð um það hvernig best sé að venja hvolpa á að gera þarfir sínar inni. Sumt er gott og gilt, en annað eins úrelt og hugsast getur.
Gott að vita.
Það sem við þurfum fyrst og fremst að hafa í huga þegar við tökum að okkur hvolp er að 8 vikna hvolpur er bara ungbarn. Ég persónulega er ekki hrifin af því að taka hvolpa frá ræktanda fyrr en um 10-12 vikna, en reglugerðir um velferð gæludýra heimila að hvolpar séu teknir frá ræktanda 8 vikna.
Með það í huga að hvolpurinn er bara ungbarn, þá vitum við það flest að ungbörn hafa enga stjórn á hægðum eða þvaglátum. Þegar þeim er mál, þá bara kemur þetta, hvar svosem þau eru stödd eða hvað svo sem þau eru að gera. Sama gildir um hvolpa. Líffæri þeirra eru öll ennþá að þroskast og hæfileiki þeirra til að halda í sér dugir ekki nema í örfáar sekúndur, svo það er okkar hlutverk að vera vakandi fyrir þessu og fylgjast vel með.
Helstu atriði.
Það eru nokkur góð lykilatriði sem ætti að hafa í huga. Meltingin öll hvílir sig þegar hvolpurinn sefur, en fer líka á stað um leið og hvolpurinn vaknar. Fyrstu 2-3 mánuðina eftir að hvolpurinn kemur á nýja heimilið sitt ætti reglan því að vera sú að alltaf um leið og hvolpurinn vaknar ætti að fara með hann beinustu leið út og vera með honum þar þar til hann hefur gert þarfir sínar.
Litlir hvolpar hafa litlar þvagblöðrur sem duga ansi skammt. Þess vegna er góð regla að fara með hvolpinn út mjög reglulega yfir daginn (jafnvel á 1-2 klst. fresti), en þó sérstaklega eftir að hann hefur:
Það er nánast gefið að hvolpurinn þarf að losa sig eftir hvert þessara athafna.
Það er sjálf-verðlaunandi fyrir hvolp að losa sig, en þó sakar ekkert að kasta að þeim smá hrósi og viðurkenningu að þetta sé það sem er eftirsóknarvert (“Flott hjá þér!”, “Dugleg/ur!” t.d.), þegar þeir hafa lokið sér af utandyra. Ekki setja hvolpinn út einann því í flestum tilfellum er hann ekki tilbúinn fyrir slíkt þar sem hann hefur alltaf tilheyrt hóp sem gerir hlutina saman. Það getur því komið í veg fyrir að hvolpurinn geri þarfir sínar sé hann settur einn út. Lítill hvolpur þarf heldur ekki mikla eða langa göngutúra, þó hófleg hreyfing sé nauðsynleg. Þægilegast er að kenna honum að gera sitt bara á blett við heimilið þar sem hann er öruggur og þekkir sig. Spenna sem myndast við að fara í göngu um hverfið getur hamlað hvolpinum að losa sig. Athugið að garðurinn kemur þó aldrei til með að vera fullnægjandi hreyfingarsvæði eða örvun fyrir hvolp. Þeir þurfa að fá að skoða heiminn, þó það sé gott að byrja hægt og rólega.
Gott að vita.
Það sem við þurfum fyrst og fremst að hafa í huga þegar við tökum að okkur hvolp er að 8 vikna hvolpur er bara ungbarn. Ég persónulega er ekki hrifin af því að taka hvolpa frá ræktanda fyrr en um 10-12 vikna, en reglugerðir um velferð gæludýra heimila að hvolpar séu teknir frá ræktanda 8 vikna.
Með það í huga að hvolpurinn er bara ungbarn, þá vitum við það flest að ungbörn hafa enga stjórn á hægðum eða þvaglátum. Þegar þeim er mál, þá bara kemur þetta, hvar svosem þau eru stödd eða hvað svo sem þau eru að gera. Sama gildir um hvolpa. Líffæri þeirra eru öll ennþá að þroskast og hæfileiki þeirra til að halda í sér dugir ekki nema í örfáar sekúndur, svo það er okkar hlutverk að vera vakandi fyrir þessu og fylgjast vel með.
Helstu atriði.
Það eru nokkur góð lykilatriði sem ætti að hafa í huga. Meltingin öll hvílir sig þegar hvolpurinn sefur, en fer líka á stað um leið og hvolpurinn vaknar. Fyrstu 2-3 mánuðina eftir að hvolpurinn kemur á nýja heimilið sitt ætti reglan því að vera sú að alltaf um leið og hvolpurinn vaknar ætti að fara með hann beinustu leið út og vera með honum þar þar til hann hefur gert þarfir sínar.
Litlir hvolpar hafa litlar þvagblöðrur sem duga ansi skammt. Þess vegna er góð regla að fara með hvolpinn út mjög reglulega yfir daginn (jafnvel á 1-2 klst. fresti), en þó sérstaklega eftir að hann hefur:
- Étið (meltingin fer á fullt og þarmarnir þurfa að losa sig).
- Drukkið.
- Leikið sér.
- Fengið sér blund yfir daginn eða sofið nóttina.
Það er nánast gefið að hvolpurinn þarf að losa sig eftir hvert þessara athafna.
Það er sjálf-verðlaunandi fyrir hvolp að losa sig, en þó sakar ekkert að kasta að þeim smá hrósi og viðurkenningu að þetta sé það sem er eftirsóknarvert (“Flott hjá þér!”, “Dugleg/ur!” t.d.), þegar þeir hafa lokið sér af utandyra. Ekki setja hvolpinn út einann því í flestum tilfellum er hann ekki tilbúinn fyrir slíkt þar sem hann hefur alltaf tilheyrt hóp sem gerir hlutina saman. Það getur því komið í veg fyrir að hvolpurinn geri þarfir sínar sé hann settur einn út. Lítill hvolpur þarf heldur ekki mikla eða langa göngutúra, þó hófleg hreyfing sé nauðsynleg. Þægilegast er að kenna honum að gera sitt bara á blett við heimilið þar sem hann er öruggur og þekkir sig. Spenna sem myndast við að fara í göngu um hverfið getur hamlað hvolpinum að losa sig. Athugið að garðurinn kemur þó aldrei til með að vera fullnægjandi hreyfingarsvæði eða örvun fyrir hvolp. Þeir þurfa að fá að skoða heiminn, þó það sé gott að byrja hægt og rólega.
Það sem ætti að forðast.
Forðist eftir fremsta megni að refsa hvolpum fyrir að gera þarfir sínar innandyra. Eins pirrandi og það er að standa í miklum þrifum, þá er það okkar að fylgjast með og jafnvel takmarka aðgengi hvolpsins að þeim stöðum í húsinu þar sem maður sjálfur sér ekki til. Þögn er yndisleg, nema þegar maður á hvolp. Þá er hún mjög grunsamleg.
Hverslags refsingar geta dregið mjög leiðinlegan dilk á eftir sér. Það er, að hvolpurinn átti sig á því að það borgi sig ekki að gera þarfir sínar þar sem þú sérð til og fari þess í stað að fara í felur með það. Það er minna skemmtilegt að stíga í polla inn í herbergi sem maður var ekki að fylgjast með eða átta sig allt í einu að daun leggi af svefnherbergisganginum því hvutti ákvað að það væri betra að gera stykkin þar en í augsýn við þig.
Að beita hvolp líkamlegu valdi til að refsa honum er ofbeldi. Undir það fellur ráð sem ég sé enn allt of oft vera stungið uppá á samfélagsmiðlum, sem er að dýfa trýni hvolpsins í eigin úrgang. Þetta er undir engum kringumstæðum í lagi, þó þetta hafi tíðkast hér áður.
Munum hér líka það sem ég nefndi hér að ofan að athöfnin að míga eða skíta er sjálfverðlaunandi. Það þýðir að alveg sama hvað maður segir eða gerir, þá upplifir hvolpurinn alltaf sælutilfinningu (verðlaun) við athöfnina, því það er mjög óþægilegt að halda í sér og mjög verðlaunandi þegar maður nær loks á “klósettið”.
Ef hvolpur gerir þarfir sínar inni, þá erum það við sem erum ekki nógu vakandi fyrir því sem er að gerast og við sem þurfum að læra betur á það hvernig hvolpurinn hagar sér rétt áður en hann þarf að losa sig. Það er ekki hvolpurinn sem er viljandi að gera eitthvað af sér. Hann bara kann/veit/getur ekki betur.
Forðist eftir fremsta megni að refsa hvolpum fyrir að gera þarfir sínar innandyra. Eins pirrandi og það er að standa í miklum þrifum, þá er það okkar að fylgjast með og jafnvel takmarka aðgengi hvolpsins að þeim stöðum í húsinu þar sem maður sjálfur sér ekki til. Þögn er yndisleg, nema þegar maður á hvolp. Þá er hún mjög grunsamleg.
Hverslags refsingar geta dregið mjög leiðinlegan dilk á eftir sér. Það er, að hvolpurinn átti sig á því að það borgi sig ekki að gera þarfir sínar þar sem þú sérð til og fari þess í stað að fara í felur með það. Það er minna skemmtilegt að stíga í polla inn í herbergi sem maður var ekki að fylgjast með eða átta sig allt í einu að daun leggi af svefnherbergisganginum því hvutti ákvað að það væri betra að gera stykkin þar en í augsýn við þig.
Að beita hvolp líkamlegu valdi til að refsa honum er ofbeldi. Undir það fellur ráð sem ég sé enn allt of oft vera stungið uppá á samfélagsmiðlum, sem er að dýfa trýni hvolpsins í eigin úrgang. Þetta er undir engum kringumstæðum í lagi, þó þetta hafi tíðkast hér áður.
Munum hér líka það sem ég nefndi hér að ofan að athöfnin að míga eða skíta er sjálfverðlaunandi. Það þýðir að alveg sama hvað maður segir eða gerir, þá upplifir hvolpurinn alltaf sælutilfinningu (verðlaun) við athöfnina, því það er mjög óþægilegt að halda í sér og mjög verðlaunandi þegar maður nær loks á “klósettið”.
Ef hvolpur gerir þarfir sínar inni, þá erum það við sem erum ekki nógu vakandi fyrir því sem er að gerast og við sem þurfum að læra betur á það hvernig hvolpurinn hagar sér rétt áður en hann þarf að losa sig. Það er ekki hvolpurinn sem er viljandi að gera eitthvað af sér. Hann bara kann/veit/getur ekki betur.
Merki þess að hvolpi sé mál.
Það getur verið mjög einstaklingbundið hjá hverjum og einum hvolpi hvernig hann hagar sér þegar honum er mál. Ef við fylgjumst vel með þá ættum við að læra að þekkja þessi merki hjá okkar hvolpi og vinna út frá því.
Algeng merki eru hinsvegar:
Þessi upptalning er þó enganvegin tæmandi og margt sem fólk lærir bara með því að fylgjast vel með sínum eigin hvolpi.
Fjölbýlishús.
Það getur verið aðeins snúnara að gera hvolpa húshreina þegar maður hefur ekki beinan aðgang að garði. En það er þó ekkert ómögulegt.
Einhverjir nýta sér svalir sem staðgengil garðs, sem er í góðu lagi ef engin hætta er á því að það sem fer á svalirnar sullist ekki niður á garð eða svalir þess sem býr fyrir neðan. Mikið opnar svalir eða svalir án niðurfalls henta því e.t.v. síður undir svona nema fólk útbúi einhverskonar box sérstaklega til að taka á móti úrgangnum.
Sé fólk uppi á hæð og ekki með aðgengi að svölum getur þurft að útbúa tímabundið stað sem hvolpurinn má fara á til að losa sig innandyra. Það er ekki ákjósanlegt að viðhalda þessu lengi þar sem flestir vilja venja hundana sína við það almennt að láta vita þegar þeim er mál og fara þá með þá út fyrir.
Fyrir svona innandyra klósett, mæli ég með því að nota undirlag sem er ólíkt öllu öðru sem fólk hefur vanalega á gólfum hjá sér. Hundar eiga nefnilega auðveldara með að tengja við það sem þeir standa á frekar en hvort það sé þak yfir höfuðið eða ekki (úti eða inni). Ég sjálf hef kosið að nota sagköggla og set þá í plastbox með lágum kanti (tilvalið að kaupa box sem ætluð eru til að renna þeim undir rúm, taka bara hjólin undan). Þannig venst hvolpurinn við að gera þarfir sínar í gróft undirlag frekar en á slétta fleti, svo sem gólf og mottur.
Fyrstu skiptin sem hvolpurinn er settur í boxið má búast við því að hann kunni þessu ekki sérlega vel og fari uppúr því strax aftur. Þá er bara að fylgja þessu vel eftir, taka hvolpinn upp þegar hann setur sig í stellingar og færa aftur í boxið. Þegar hvolpurinn svo gerir þarfir sínar þar er um að gera að hrósa vel og láta í ljós ánægju sína.
Ef hvolpurinn þráast við að vera í boxinu getur hjálpað að afmarka rými kringum boxið með hvolpagerði svo hann eigi ekki greiða leið burt fyrr en þegar hann er búinn að gera sitt.
Svo nú er bara að læra og njóta þess að uppgötva heiminn með hvolpinum sínum. Virðingarríkt uppeldi býr til gott samband til frambúðar milli hunds og eiganda.
Það getur verið mjög einstaklingbundið hjá hverjum og einum hvolpi hvernig hann hagar sér þegar honum er mál. Ef við fylgjumst vel með þá ættum við að læra að þekkja þessi merki hjá okkar hvolpi og vinna út frá því.
Algeng merki eru hinsvegar:
- Stoppa snögglega í leik og byrja þefa af gólfinu.
- Snúast í hring á einum bletti (mjög gjarnan fyrirvari um hægðir á leiðinni).
- Rölta afsíðis með aðeins breyttu göngulagi.
- Beygja sig í hnjánum (þá er óvíst að það náist að stöðva flæðið).
Þessi upptalning er þó enganvegin tæmandi og margt sem fólk lærir bara með því að fylgjast vel með sínum eigin hvolpi.
Fjölbýlishús.
Það getur verið aðeins snúnara að gera hvolpa húshreina þegar maður hefur ekki beinan aðgang að garði. En það er þó ekkert ómögulegt.
Einhverjir nýta sér svalir sem staðgengil garðs, sem er í góðu lagi ef engin hætta er á því að það sem fer á svalirnar sullist ekki niður á garð eða svalir þess sem býr fyrir neðan. Mikið opnar svalir eða svalir án niðurfalls henta því e.t.v. síður undir svona nema fólk útbúi einhverskonar box sérstaklega til að taka á móti úrgangnum.
Sé fólk uppi á hæð og ekki með aðgengi að svölum getur þurft að útbúa tímabundið stað sem hvolpurinn má fara á til að losa sig innandyra. Það er ekki ákjósanlegt að viðhalda þessu lengi þar sem flestir vilja venja hundana sína við það almennt að láta vita þegar þeim er mál og fara þá með þá út fyrir.
Fyrir svona innandyra klósett, mæli ég með því að nota undirlag sem er ólíkt öllu öðru sem fólk hefur vanalega á gólfum hjá sér. Hundar eiga nefnilega auðveldara með að tengja við það sem þeir standa á frekar en hvort það sé þak yfir höfuðið eða ekki (úti eða inni). Ég sjálf hef kosið að nota sagköggla og set þá í plastbox með lágum kanti (tilvalið að kaupa box sem ætluð eru til að renna þeim undir rúm, taka bara hjólin undan). Þannig venst hvolpurinn við að gera þarfir sínar í gróft undirlag frekar en á slétta fleti, svo sem gólf og mottur.
Fyrstu skiptin sem hvolpurinn er settur í boxið má búast við því að hann kunni þessu ekki sérlega vel og fari uppúr því strax aftur. Þá er bara að fylgja þessu vel eftir, taka hvolpinn upp þegar hann setur sig í stellingar og færa aftur í boxið. Þegar hvolpurinn svo gerir þarfir sínar þar er um að gera að hrósa vel og láta í ljós ánægju sína.
Ef hvolpurinn þráast við að vera í boxinu getur hjálpað að afmarka rými kringum boxið með hvolpagerði svo hann eigi ekki greiða leið burt fyrr en þegar hann er búinn að gera sitt.
Svo nú er bara að læra og njóta þess að uppgötva heiminn með hvolpinum sínum. Virðingarríkt uppeldi býr til gott samband til frambúðar milli hunds og eiganda.