Tungumál hunda - Merkjamálið
Merkjamálið er skrítið og skemmtilegt. Merkjamálið er í raun líkamstjáning hunda sín á milli og eitthvað sem nánast allir hundar skilja. Merkjamálið er þeim nokkurnvegin meðfætt en sumir eru betri í því en aðrir og oftast er það þá vegna þess að þeir hafa haft tækifæri til þess að nota málið sitt í tengslum við aðra hunda og/eða fólk sem skilur málið þeirra.
En hundar geta líka bælt merkjamálið hjá sér ef það mætir ekki skilningi þeirra sem hundurinn reynir að tala við að staðaldri. Gott dæmi um slíkt er þegar hundur er hræddur, t.d. við börn eða ókunnuga og vægari merki hans eru aldrei tekin gild. Þá getur afleiðingin orðið sú að eina lausnin í sjónmáli fyrir hundinn er að sleppa öllum merkjum og fara beint í að glefsa eða bíta.
Vægari/mildari merki eru t.d. eftirfarandi:
Sterkari merki eru svo t.d. eftirfarandi:
Athugið að listarnir eru alls ekki tæmandi.
Merkin þurfa ekki að þýða alltaf það sama, mismunandi samsetning merkja þýða mismunandi hluti, svo þetta er ekkert sem maður lærir almennilega af því að lesa svona texta. Merkin eru ekki alltaf vegna streitu eða stress. Stundum eru þau vegna gleði eða spennu.
Það er misjafnt hversu sterkt hvert merki er fyrir hvern hund, en þetta er svona almenna reglan. Við getum búið til smá dæmi um viðbrögð hjá hundi sem verður fyrir áreiti sem hann ræður ekki við:
En hundar geta líka bælt merkjamálið hjá sér ef það mætir ekki skilningi þeirra sem hundurinn reynir að tala við að staðaldri. Gott dæmi um slíkt er þegar hundur er hræddur, t.d. við börn eða ókunnuga og vægari merki hans eru aldrei tekin gild. Þá getur afleiðingin orðið sú að eina lausnin í sjónmáli fyrir hundinn er að sleppa öllum merkjum og fara beint í að glefsa eða bíta.
Vægari/mildari merki eru t.d. eftirfarandi:
- Líta undan með augunum
- Líta undan með öllu höfðinu
- Sleikja útum (stundum bara smjatta)
- Halla sér frá “ógninni” (setja meiri þunga fjær því sem hann óttast)
- Lyfta öðrum framfætinum
- Leggja eyrun aftur með höfðinu (færa þau aftar fyrir hunda með þung lafandi eyru)
- Brosa, teygja munnvikið/n aftur líkt og þvingað bros
- Píra augun/blikka rólega
- Snúa baki í mann/hund/ógnun
- Geispa
- Nartar létt í hendur eða andlitssvæði
- Dilla skotti
Sterkari merki eru svo t.d. eftirfarandi:
- Hvalaaugu - sést mikið í hvítuna á augunum
- Nota mjög mörg merki í einu eins og t.d. skott milli fóta, eyru aftur, sveigt höfuð, teygð munnvik og annar fótur frá jörðu
- Geispa (er líka vægara merki, en getur komið í ýktri útgáfu og þá verið sterkara merki)
- Dilla skotti (er líka vægara merki, mörg mismunandi “dill” til)
- Þvinguð hæg öndun
- Mjög hröð og grunn öndun með tunguna úti
- Mikill stífleiki í hreyfingum
- Narta af áfergju í hendur eða fætur
- Riðlast
- Sýna tennur
- Urra
- Gelta
- Glefsa
Athugið að listarnir eru alls ekki tæmandi.
Merkin þurfa ekki að þýða alltaf það sama, mismunandi samsetning merkja þýða mismunandi hluti, svo þetta er ekkert sem maður lærir almennilega af því að lesa svona texta. Merkin eru ekki alltaf vegna streitu eða stress. Stundum eru þau vegna gleði eða spennu.
Það er misjafnt hversu sterkt hvert merki er fyrir hvern hund, en þetta er svona almenna reglan. Við getum búið til smá dæmi um viðbrögð hjá hundi sem verður fyrir áreiti sem hann ræður ekki við:
Merkjunum frá fullkominni ró til bits, er hægt að skipta út fyrir hvaða önnur merki sem er, eða hreinlega bæta við fullt af tröppum. Merki hundsins eru verkfæri hans til samskipta og því fleiri verkfæri sem hann á í verkfærakistunni, því betri er hann í samskiptum bæði við menn og hunda.
Þetta er ágætis stigi, en oftast er hann með mun fleiri tröppum sem fólk tekur bara alls ekki eftir. Því oftar sem merkin í tröppunum eru hundsuð af þeim sem þurfa að taka þau til sín, því líklegri er hundurinn til þess að hætta að nota þau merki. Sem dæmi, ef það virkar aldrei að blikka og líta undan þegar eitthvað óþægilegt er að gerast, en það virkar að sleikja útum, þá er ekkert víst að hundurinn muni nota fyrri tvö þrepin næst. Því fleiri merki sem eru hundsuð því fleiri tröppum er hundurinn líklegur til að tapa.
Hundur sem tapar merkjamálinu sínu getur því orðið hættulegur hundur þegar ekkert virkar hjá honum nema að bíta frá sér. Samanber þegar litlir hundar í fangi eigenda sinna bíta ókunnugar hendur sem teygja sig að þeim og hundsa öll merki sem þeir gefa. Hundur á ekki að bíta. Ekki vegna þess að það er ljótt að bíta fólk, heldur vegna þess að hundur á ekki að þurfa ganga svo langt í samskiptum sínum að hann þurfi að beita ofbeldi til þess að skilaboðin hans séu móttekin.
Ef við setjum þetta í samhengi við okkur sjálf, þá kæra fæstir sig um að einhver ókunnugur labbi beint í fangið á manni, standi innan 50cm frá manni og fari að spjalla eins og gamall vinur. Enn færri kæra sig um það að viðkomandi stígi nær þegar maður sjálfur stígur burt til að breikka bilið. Næsta skef væri að biðja viðkomandi vinsamlegast um að standa ekki svona nálægt, en hann er svo upptekinn í spjallinu að hann hlustar ekki og heldur áfram að elta mann. Óþægileg pæling ekki satt? Nú hvað ef viðkomandi grípur svo í öxlina á þér svo þú hættir að færa þig undan? Hvað ertu tilbúin að vera kurteis lengi?
Við svörum þessu öll misjafnlega, en ég get ímyndað mér að fæstir hafi mikla þolinmæði fyrir svona, svo hversvegna ætlumst við til þess af hundunum okkar? Þeir eiga sitt persónulega pláss (comfort zone) alveg eins og við. Það er misjanflega stórt eins og hjá okkur. Berum virðingu fyrir því.
Fæstir hundar eru í fullkominni ró, nema mögulega þegar þeir sofa. Það er eðlilegt að þeir séu stöðugt að senda frá sér einhverskonar merki til samskipta við þá sem eru í kring. Merki eru því alls ekki eitthvað til þess að hafa áhyggjur af þegar maður tekur eftir þeim, heldur til þess að nýta sér í samskiptum. Ótrúlegt en satt, þá getum við talað þeirra tungumál og lang flestir hundar taka því alveg ótrúlega vel, þó sumir hundar (sérstaklega eldri hundar) verði mjög hissa þegar þeir sjá manneskju í fyrsta sinn viljandi nota róandi merki.
Dæmi um það hvenær maður sjálfur getur notað róandi merki, er þegar maður er að koma heim og hundurinn er að farast úr gleði og spenningi. Í staðinn fyrir að demba sér í gleðina og æsinginn með hundinum væri sniðugt að prófa að píra augun, sleikja aðeins út um, snúa höfðinu undan og horfa ekki á hundinn, jafnvel snúa í hann bakinu ef hann er að reyna flaðra og taka góðan geispa. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta getur haft mikil áhrif á þá hunda sem fatta hvað maður er að gera, og flestir fatta það.
Hundur sem hefur tapað einhverjum af merkjunum sínum getur unnið þau upp aftur með aðstoð okkar. Þegar við pössum okkur á því að virða merkin t.d. með því að svara þeim í sömu mynt, hundur blikkar, við blikkum. Því fleiri merki sem hundurinn á því betra.
Læt hér fylgja með video í lokin af hundi sem er búinn að fækka tröppunum í stiganum sínum ansi mikið, en er með nokkrar tröppur þó.
Hvaða merki sérð þú hér? Hjálpar stundum að horfa nokkrum sinnum á sama video til að sjá hvað er raunverulega í gangi.
Þetta er ágætis stigi, en oftast er hann með mun fleiri tröppum sem fólk tekur bara alls ekki eftir. Því oftar sem merkin í tröppunum eru hundsuð af þeim sem þurfa að taka þau til sín, því líklegri er hundurinn til þess að hætta að nota þau merki. Sem dæmi, ef það virkar aldrei að blikka og líta undan þegar eitthvað óþægilegt er að gerast, en það virkar að sleikja útum, þá er ekkert víst að hundurinn muni nota fyrri tvö þrepin næst. Því fleiri merki sem eru hundsuð því fleiri tröppum er hundurinn líklegur til að tapa.
Hundur sem tapar merkjamálinu sínu getur því orðið hættulegur hundur þegar ekkert virkar hjá honum nema að bíta frá sér. Samanber þegar litlir hundar í fangi eigenda sinna bíta ókunnugar hendur sem teygja sig að þeim og hundsa öll merki sem þeir gefa. Hundur á ekki að bíta. Ekki vegna þess að það er ljótt að bíta fólk, heldur vegna þess að hundur á ekki að þurfa ganga svo langt í samskiptum sínum að hann þurfi að beita ofbeldi til þess að skilaboðin hans séu móttekin.
Ef við setjum þetta í samhengi við okkur sjálf, þá kæra fæstir sig um að einhver ókunnugur labbi beint í fangið á manni, standi innan 50cm frá manni og fari að spjalla eins og gamall vinur. Enn færri kæra sig um það að viðkomandi stígi nær þegar maður sjálfur stígur burt til að breikka bilið. Næsta skef væri að biðja viðkomandi vinsamlegast um að standa ekki svona nálægt, en hann er svo upptekinn í spjallinu að hann hlustar ekki og heldur áfram að elta mann. Óþægileg pæling ekki satt? Nú hvað ef viðkomandi grípur svo í öxlina á þér svo þú hættir að færa þig undan? Hvað ertu tilbúin að vera kurteis lengi?
Við svörum þessu öll misjafnlega, en ég get ímyndað mér að fæstir hafi mikla þolinmæði fyrir svona, svo hversvegna ætlumst við til þess af hundunum okkar? Þeir eiga sitt persónulega pláss (comfort zone) alveg eins og við. Það er misjanflega stórt eins og hjá okkur. Berum virðingu fyrir því.
Fæstir hundar eru í fullkominni ró, nema mögulega þegar þeir sofa. Það er eðlilegt að þeir séu stöðugt að senda frá sér einhverskonar merki til samskipta við þá sem eru í kring. Merki eru því alls ekki eitthvað til þess að hafa áhyggjur af þegar maður tekur eftir þeim, heldur til þess að nýta sér í samskiptum. Ótrúlegt en satt, þá getum við talað þeirra tungumál og lang flestir hundar taka því alveg ótrúlega vel, þó sumir hundar (sérstaklega eldri hundar) verði mjög hissa þegar þeir sjá manneskju í fyrsta sinn viljandi nota róandi merki.
Dæmi um það hvenær maður sjálfur getur notað róandi merki, er þegar maður er að koma heim og hundurinn er að farast úr gleði og spenningi. Í staðinn fyrir að demba sér í gleðina og æsinginn með hundinum væri sniðugt að prófa að píra augun, sleikja aðeins út um, snúa höfðinu undan og horfa ekki á hundinn, jafnvel snúa í hann bakinu ef hann er að reyna flaðra og taka góðan geispa. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta getur haft mikil áhrif á þá hunda sem fatta hvað maður er að gera, og flestir fatta það.
Hundur sem hefur tapað einhverjum af merkjunum sínum getur unnið þau upp aftur með aðstoð okkar. Þegar við pössum okkur á því að virða merkin t.d. með því að svara þeim í sömu mynt, hundur blikkar, við blikkum. Því fleiri merki sem hundurinn á því betra.
Læt hér fylgja með video í lokin af hundi sem er búinn að fækka tröppunum í stiganum sínum ansi mikið, en er með nokkrar tröppur þó.
Hvaða merki sérð þú hér? Hjálpar stundum að horfa nokkrum sinnum á sama video til að sjá hvað er raunverulega í gangi.
Ekki er vitað afhverju honum finnst þessi nærvera svona óþægileg, en það er svosem ekki það sem við erum að skoða hér.
Finnst fleirum hér eins og hann biðjist fyrirgefningar í lokin?
- Dóra Ásgeirsdóttir hundaþjálfari.
Finnst fleirum hér eins og hann biðjist fyrirgefningar í lokin?
- Dóra Ásgeirsdóttir hundaþjálfari.