Streituglasið
- Dóra Ásgeirsdóttir - hundaþjálfari -
Of mikil streita eða stress getur brotist út í ótal hegðunum, kvíða og jafnvel áráttum hjá hundum jafnt sem fólki. Ólíkt okkur mönnunum þó, þá tekur það líkama hunda lengri tíma að vinna úr og brjóta niður streituhormónin (kortisól) úr líkamanum. Lendi hundur í einhverskonar atviki sem veldur því að kortisól framleiðslan fer upp úr öllu valdi, getur það tekið viku eða jafnvel lengur í einstaka tilfellum að vinna úr því að fullu.
Ef við hugsum um þetta þannig að hver hundur eigi eitt glas sem hann getur fyllt af kortisóli þá getum við kallað það glas streituglasið. Því minna sem er í glasinu, því rólegri er hundurinn og líður betur. Því meira sem glasið inniheldur, því erfiðara er fyrir hundinn að viðhalda ró sinni og eðlilegri hegðun.
Ef við hugsum um þetta þannig að hver hundur eigi eitt glas sem hann getur fyllt af kortisóli þá getum við kallað það glas streituglasið. Því minna sem er í glasinu, því rólegri er hundurinn og líður betur. Því meira sem glasið inniheldur, því erfiðara er fyrir hundinn að viðhalda ró sinni og eðlilegri hegðun.

Það er ýmislegt sem fyllir á streituglasið og alls ekki bara hræðsla, vanlíðan, kvíði eða aðrar neikvæðar upplifanir. Spenna, hasar og mikil skemmtun framleiðir nefnilega líka kortisól og setur í sama streituglasið.
Hafa ber í huga að mjög misjafnt er milli hunda hvað veldur þeim spennu, gleði, ótta eða annarskonar tilfinningu sem fyllir á streituglasið. Sumir hundar kippa sér upp við fátt á meðan aðrir eru mjög móttækilegir fyrir hverskonar spennu. Þar af leiðandi þarf meira til að fylla í streituglasið hjá fyrrnefnda hundinum en þeim seinni.
Hundi sem er með mikið af kortisóli í líkamanum líður ekki vel og á ekki auðvelt með að sýna sínar bestu hliðar. Þegar svo loksins glasið fyllist og jafnvel flæðir uppúr því, er tíminn sem hundurinn gerir eitthvað “ófyrirséð” eins og að bíta fólk “uppúr þurru” eða ráðast á aðra hunda. Vegna þess hve lengi hundar eru að vinna úr og brjóta niður stresshormón í líkamanum verðum við að taka extra tillit til þeirra hunda sem mynda streitu auðveldlega og passa uppá að fylla ekki endalaust í glasið þeirra með mörgum smáum skömmtum af streitu. Hundur sem er æstur, hefur því ekki endilega gott af því að fara út í boltaleik eða að hamast með öðrum hundum, þó hann hafi vissulega gaman að því. Svo ef hundurinn sýnir óvænta óvelkomna hegðun, ber að líta til baka til síðustu daga, en ekki bara síðustu augnablika áður en þessi óvelkomna hegðun á sér stað. Þannig geta áramótin sem dæmi valdið því að hundur sýnir óvænt streitumerki einhverjum dögum seinna.
Hafa ber í huga að mjög misjafnt er milli hunda hvað veldur þeim spennu, gleði, ótta eða annarskonar tilfinningu sem fyllir á streituglasið. Sumir hundar kippa sér upp við fátt á meðan aðrir eru mjög móttækilegir fyrir hverskonar spennu. Þar af leiðandi þarf meira til að fylla í streituglasið hjá fyrrnefnda hundinum en þeim seinni.
Hundi sem er með mikið af kortisóli í líkamanum líður ekki vel og á ekki auðvelt með að sýna sínar bestu hliðar. Þegar svo loksins glasið fyllist og jafnvel flæðir uppúr því, er tíminn sem hundurinn gerir eitthvað “ófyrirséð” eins og að bíta fólk “uppúr þurru” eða ráðast á aðra hunda. Vegna þess hve lengi hundar eru að vinna úr og brjóta niður stresshormón í líkamanum verðum við að taka extra tillit til þeirra hunda sem mynda streitu auðveldlega og passa uppá að fylla ekki endalaust í glasið þeirra með mörgum smáum skömmtum af streitu. Hundur sem er æstur, hefur því ekki endilega gott af því að fara út í boltaleik eða að hamast með öðrum hundum, þó hann hafi vissulega gaman að því. Svo ef hundurinn sýnir óvænta óvelkomna hegðun, ber að líta til baka til síðustu daga, en ekki bara síðustu augnablika áður en þessi óvelkomna hegðun á sér stað. Þannig geta áramótin sem dæmi valdið því að hundur sýnir óvænt streitumerki einhverjum dögum seinna.
Með þetta í huga er sniðug leið til að finna út hvað veldur óvelkominni hegðun hjá hundi að setja saman tímalínu fyrir hundinn með helstu atriðum sem gerast yfir daginn hjá hundinum og öllum mögulegum uppákomum.
Með þessu móti er hægt að finna út hvað er það sem veldur að hundurinn tekur uppá “óvæntum” óvelkomnum hegðunum sem hann er ekki vanur að gera. Rannsóknir sýna að bein tengsl eru á milli breyttrar hegðunar og streituvaldandi örvunar, svo með þessu móti er hægt að tengja saman það sem veldur. Ekki má svo gleyma líkamlega þættinum, en þegar hundur sýnir skyndilega breytta hegðun án þess að nokkuð hafi komið uppá eða breyst, þá gæti það verið tilefni fyrir heimsókn til dýralæknis í skoðun. Kannski er honum hreinlega illt einhversstaðar en kann ekki að segja frá því.
En hvað getum við gert til að koma í veg fyrir að glasið fyllist og uppúr flæði?
Fyrst skulum við skoða nokkur atriði sem hundar nota sjálfir til að róa sig:
Að öllu þessu sögðu, þá er það ekki svo að við þurfum að passa okkur á öllu sem mögulega gæti valdið hundinum streitu. En þetta eru hlutir sem gott er að hafa í huga þegar verið er að vinna í ákveðnum hegðunaráskorunum og getur hjálpað mikið við að lágmarka streituvalda til að auðvelda bæði hundi og eiganda allt ferlið í þjálfuninni. Í sumum tilfellum er slökun allt sem hundurinn þarf til þess að breytast til hins betra. En oftast getum við nýtt okkur þeirra eigin leiðir til slökunar, eins og t.d. að fara með hundana í róandi þefleiki, skemmtilega göngutúra, passa að hvíla þá vel og gefa þeim eitthvað að naga. Svo þurfum við bara að hafa það á bakvið eyrað að eftir ærslafullan leik, t.d. með bolta, þá er gott að leifa hundinum að þefa alla leiðina heim, skoða sig um og ná sér niður áður en heim er komið.
En hvað getum við gert til að koma í veg fyrir að glasið fyllist og uppúr flæði?
Fyrst skulum við skoða nokkur atriði sem hundar nota sjálfir til að róa sig:
- Þefa
Lykta af þúfum, ljósastaurum, girðingahornum, brunahönum, dekkjum á bílum og að nota nefið til að leita að nammi eða öðru sem veitir þeim gleði eins og t.d. í NoseWork. - Naga
Naga bein (ef ekta þá aðeins hrá), greinar (mæli ekki með því vegna flísa), teppi, bangsa, hnútabein, bæli og í raun hvað sem tönn á festir ef ekkert nagdót er í boði. - Sofa
Hundar þurfa mikinn svefn. Nánar tiltekið 16-18 klukkustundir á sólarhring og holpar/gamlir hundar enn meira. Svefn er lykilatriði í tilfinningalegu jafnvægi. - Sjúga
Sumir hundar finna huggun og ró í því að sjúga bangsa, teppi, púða eða annað tiltækt. - Sleikja
Sleikja hendur, bæli, veggi (getur líka verið þráhyggja), sjálfa sig (einnig stundum þráhyggjuhegðun) og fl. - Riðlast
Annað en lengi var talið er riðl (hömp) ekki valdatákn, heldur nota hundar það til að losa um streitu.
Að öllu þessu sögðu, þá er það ekki svo að við þurfum að passa okkur á öllu sem mögulega gæti valdið hundinum streitu. En þetta eru hlutir sem gott er að hafa í huga þegar verið er að vinna í ákveðnum hegðunaráskorunum og getur hjálpað mikið við að lágmarka streituvalda til að auðvelda bæði hundi og eiganda allt ferlið í þjálfuninni. Í sumum tilfellum er slökun allt sem hundurinn þarf til þess að breytast til hins betra. En oftast getum við nýtt okkur þeirra eigin leiðir til slökunar, eins og t.d. að fara með hundana í róandi þefleiki, skemmtilega göngutúra, passa að hvíla þá vel og gefa þeim eitthvað að naga. Svo þurfum við bara að hafa það á bakvið eyrað að eftir ærslafullan leik, t.d. með bolta, þá er gott að leifa hundinum að þefa alla leiðina heim, skoða sig um og ná sér niður áður en heim er komið.