Ástæða þess að mörgum hundum mislíkar knús, jafnvel frá þeirra uppáhalds manneskju.
- Grein eftir Dr. Karen Shaw Becker -
- Þýtt af Dóru Ásgeirsdóttur -
- Grein eftir Dr. Karen Shaw Becker -
- Þýtt af Dóru Ásgeirsdóttur -
Frá heimasíðunni Healthy pets með Dr. Karen Becker
Fljótlesnir punktar úr greininni:
- * Margir hundaeigendur átta sig ekki á því (eða eru því ekki sammála) að fæstum hundum er vel við faðmlög.
- * Hundar eru ekki gerðir fyrir knús, þeir eru byggðir til að hlaupa, sem þeir geta ekki gert á meðan verið er að knúsa þá. Þetta getur orsakað streitu hjá sumum hundum.
- * Sumum hundum virðist finnast knús í lagi. Það er mikilvægt að fylgjast vel með þeim hundum sem þú átt í samskiptum við til að átta þig á því hvernig snertingu þeim líkar og líkar ekki.
- Þegar kemur að því að gæla við hunda, gefa flestar rannsóknir til kynna að flestum hundum líkar við að láta klappa sér á bringunni, herðunum og aftast á hryggnum rétt ofan við skottið.
- Í öllum okkar samskiptum við gæludýr ættum við að veita því athygli hvaða áhrif við höfum á þau, því öll eru þau einstaklingar.
Ef þú elskar að faðma hundinn þinn og gerir það reglulega, þá gætirðu átt erfittmeð að trúa því að faðmlög eru ekki eitthvað sem flestir hundar njóta. Ef þú veitir því athygli hversu ólík bygging mannfólks og hunda er, þá er auðvelt að ímynda sér ástæðuna fyrir þessi. í fljótu máli, mannfólk er byggt fyrir faðmlög. Við stöndum upprétt, höfum hendur í stað framfóta. Hundar standa á öllum fjórum og hafa engar hendur.
Sú staðreynd að líkamsbygging hunda gerir það svo gott sem ómögulegt fyrir þá að faðmast er stór vísbending um að þeir eru ekki hannaðir fyrir það - það er ekki náttúrulegt fyrir þá. Ef hundinum þínum virðist líka við faðmlög, er það líklega vegna þess að hann er góður hundur sem sættir sig við alla þína skrítnu manneskjuhegðun án mótmæla.
Í raunveruleikanum hefur hann ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að gera, en hann treystir þér og elskar þig skilyrðislaust svo hann streitist ekki á móti.
Hversvegna knús geta verið stressandi fyrir hunda.
Hundar eru hlaupadýr (cursorial animals), sem þýðir að útlimir þeirra eru aðlagaðir að hlaupum. Villtir hundar eyða miklum tíma hlaupandi - hlaupa á eftir mat t.d. eða hlaupa burt frá rándýrum. Þegar þú knúsar hvolpinn þinn, þá hamlarðu honum og tekur frá honum möguleikann á flótta. Fyrir marga hunda er þetta streitu valdandi (grein á ensku).
Atferlis prófessor og taugasálfræði rannsakandinn Stanley Coren, Ph.D., höfundur metsölubókarinnar "The Intelligence of Dogs" (Greind hunda) útskýrir þetta á svona í grein fyrir tímaritið Psychology Today (Sálfræði nútímans):
"... í streituvaldandi aðstæðum eða undir ógn, er fyrsta varnarviðbragð hundsins ekki tennurnar, heldur frekar hæfileikinn til að hlaupa burt. Atferlisfræðingar telja að taki maður þennan möguleika frá þeim með því að hamla hreyfigetu þeirra með knúsi, geti maður aukið streitustigið hjá þeim og ef ótti hundsins verður verulegur, þá getur hann gripið til þess að bíta." (Hér má sjá greinina í heild sinni á ensku)
Coren, sem kom á óvart að finna svo lítið af birtum ritheimildum um málefni sem er almenn þekking meðal atferlisfræðinga, notaði vefleitarvélar til að finna 250 tilviljanakenndar myndir af fólki að knúsa hunda. Myndirnar urðu að sýna andlit hundanna mjög greinilega og máttu ekki innihalda aðra streituvalda fyrir hundana.
Hann rannsakaði myndirnar og fann út að næstum 82% hundanna sýndu að minnsta kosti eitt merki um streitu, óþægindi eða hræðslu. (Grein á ensku - stress, discomfort or anxiety). Rétt undir 11% af myndunum sýndu hunda sem litu út fyrir að vera með hlutlausan svip eða tvíræðinn yfir því að vera knúsaðir, á meðan rétt yfir 7% hunda litu út fyrir að njóta faðmlaganna.
Coren skrifaði. "Ég get tekið saman tölfræðina með því að einfaldlega segja að niðurstöðurnar benda til þess að internetið innihaldi mikið af hamingjusömu fólki að knúsa, að því er virðist, óhamingjusama hunda."
Sumum hundum virðast finnast knús í lagi
Það þarf svosem ekki að taka það fram að það eru ekki allir sammála Coren. Til dæmis Corey Cohen gæludýra-atferlisþjálfari, (Companion animal behaviour therapist) sem sagði tímaritinu New York Times, "Hundarnir mínir elska að fá knús." (Grein á ensku) Hann segir að þegar hann knúsar hundana sína, hægist á andadrætti þeirra og svipurinn þeirra mildast, sem er vísbending um spennulosun. Sumir hundar virðast meira að segja brosa þegar þeir eru knúsaðir. Munurinn getur legið í trausti hundsins og dýpt sambands þíns og hundsins sem er knúsaður.
Ég held að þetta hafi líka að gera með persónuleika hundsins þíns. Alveg eins og það er til fólk sem ekki líkar við faðmlög, þá tel ég að það séu til þeir hundar sem vilja frekar smá klapp eða gælur framar faðmlögum.
Svo mögulega finnst hundinum þínum allt í lagi að láta knúsa sig, eða jafnvel sýnir merki um að njóta þess. En aftur á móti, gæti verið að svo sé ekki. Ég mæli með því að taka sér tíma í að skoða og taka eftir viðbrögðum við faðmlögum þínum, taka mark á jafnvel hlédrægum breytingum og hætta ef honum virðist finna þetta óþægilegt. Það er almennt ekki góð hugmynd að knúsa hund sem þú þekkir ekki.
Til að halda því til haga, þá eru það ekki bara faðmlög sem geta verið streituvaldandi fyrir hunda. Að klappa hundinum þínum á ákveðnum stöðum, svosem á höfðinu eða loppunni, getur líka verið óþægileg upplifun fyrir hann. (Journal of Veterinary Behavior, May-June 2014, Vol 9, Iss 3, pp 93-97)
Hefurðu einhverntíma velt því fyrir þér hvernig hundinum þínum líður við gælur?
Hundur-á-hund samskipti innihalda mikið af líkamlegri snertingu. Þeir nota hana til að sýna ástúð og löngun í leik, en þeir snertast líka þegar þeir reyna að ögra eða ógna öðrum hundum. Þetta er ástæða þess að sum mannleg snerting kalla fram ánægju og ró hjá hundum, á meðan annarskonar snerting getur sent röng skilaboð.
Ef þú ert ekki að fylgjast vandlega með þegar þú snertir hann, er auðveld að skapa óvart neikvæðar tilfinningar hjá hundinum þínum. Mismunandi aðferðir við gælur, t.d. klór bakvið eyrað eða klapp á höfuðið virkar nokkurnvegin eins fyrir okkur. Hinsvegar er upplifunin ekkert endilega eins fyrir hundinn.
Rannsókn frá 2014 lagði mat á andlegt- og hegðurnarlegt viðbragð í hundum til að greina hvaða gælur það væru sem þeim þættu góðar og hverjar ekki. (Journal of Veterinary Behavior, May-June 2014, Vol 9, Iss 3, pp 93-97) Rannsóknin náði yfir 28 hunda í einkaeigu af mismunandi tegundum, aldri og bakgrunni.
Það var settur hjartsláttamælir á hvern hund, sem var settur inn í herbergi þar sem bæði eigandinn og ókunnug persóna voru til staðar. Eigandanum var sagt að hundsa það sem gekk á, meðan að ókunnugi aðilinn átti samskipti við hundinn, snerti hann á 9 mismunandi vegu í 30 sekúndur í senn. Þessar 9 mismunandi snertingar voru:
Rannsóknin gefur til kynna að hundum líkar það ekki að vera haldið aftur/hömluð hreyfing
Þegar hundunum var klappað á kollinn eða loppuna, sýndu þeir sáttarmerki/róandi merki og vísandi* hegðanir. Rannsakendurnir mátu þessi viðbrögð sem vísbendingar um að hundunum þætti þetta óþægilegt. Þess ber að geta að róandi merki benda þó ekki alltaf til streitu. Samkvæmt Whole Dog Journal:
"Þau eru mikilvæg hversdags tjáningartæki til þess að halda friðinn innan hópsins og eru oft sýnd í rólegum, streitufríum samskiptum. Þau eru boðin í félagslegum samskiptum til að viðhafa kyrrð innan hópsins og öryggi meðlima hópsins. Þegar þau eru boðin í tengingu við aðrar hegðanir, geta þau einnig verið merki um streitu." (Whole Dog Journal, August 2011)
Þegar haldið er aftur af hundunum með því að halda þeim þegar þeir liggja, halda í hálsólina þeirra eða haldið um kjaft þeirra, þá kom ekki á óvart að þeir sýndu frjósandi- og tilfærsluhegðun (displacement behavior). Þær innihéldu að lyfta framloppu, horfa eða færa sig í burtu og að sleikja út um. Allir hundarnir fengu líka aukinn hjartslátt - Skýrt merki um streitu.
Þegar samskiptunum var lokið, hristu þeir sig umsvifalaust og teygðu sig, sem eru merki um létti og frekari sönnun þess að hundarnir nutu þess ekki að vera heftir, sama hversu varlega þeir voru snertir. Þess má geta að sumir hundar finna greinilega fyrir hömlun/heftingu við faðmlag.
Snertingarnar sem hundunum líkaði við voru meðal annars að lága klappa á sér brjóstinu, herðunum og fá gott klór við enda hryggsins rétt ofan við skottið.
Hundagælu uppástungur
Flestir hundar eru þolinmóðari gagnvart miklu meiri meðhöndlun frá fólkinu sem stendur þeim næst (fjölskyldunni sinni), þar á meðal snerting sem er á ákveðinn hátt ónáttúruleg fyrir hunda, svosem kossar og knús, heldur en frá ókunnugum.
Samt sem áður er það ekki óalgengt fyrir hundaeigendur að missa af streitumerkjum sinna eigin hunda, sem eru meðal annars hraður snúningur á höfðinu eða að sleikja efri vörina sem og að frjósa. Það getur verið auðvelt að missa af eða misskilja sum af vægari svipmerkjum hunda sem merkja hræðslu/óöryggi.
Því miður getur niðurstaðan verið erfitt samband milli hunds og manneskju sem í verstu tilfellum getur hreinlega orðið hættulegt. (Grein á ensku) Tillögur að bættu sambandi við hundinn þinn í gegnum snertingu:
Í öllum samskiptum við gæludýrin okkar ættum við að veita þeim áhrifum sem við höfum á þau athygli og það sem meira er, sýna þeim virðingu eins og þau eru. Hver hundur er einstaklingur og á meðan einn hundur getur elskað grófa athygli og ruddalegt nudd, þá getur annar farið yfirum af streitu við þesskonar meðhöndlun.
Að auki þá eru sumir hundar sem finna fyrir kvíða og hræðslu öllu jafna, þegar ókunnugir nálgast þá. Það eru til samtök sem vinna að því að kynna merkingu slíkra hunda sem sést úr fjarlægð með því að nota gulan borða á taumnum, gegnum The Yellow Dog Project , sem ég mæli eindregið með.
Með því að fylgjast með viðbrögðum hundsins þíns við líkamlegri snertingu og fylgja hans fordæmi, getur þú styrkt tenginguna ykkar á milli og byggt upp jákvæðara samband.
*hundur reynir að beina athyglinni annað
Sú staðreynd að líkamsbygging hunda gerir það svo gott sem ómögulegt fyrir þá að faðmast er stór vísbending um að þeir eru ekki hannaðir fyrir það - það er ekki náttúrulegt fyrir þá. Ef hundinum þínum virðist líka við faðmlög, er það líklega vegna þess að hann er góður hundur sem sættir sig við alla þína skrítnu manneskjuhegðun án mótmæla.
Í raunveruleikanum hefur hann ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að gera, en hann treystir þér og elskar þig skilyrðislaust svo hann streitist ekki á móti.
Hversvegna knús geta verið stressandi fyrir hunda.
Hundar eru hlaupadýr (cursorial animals), sem þýðir að útlimir þeirra eru aðlagaðir að hlaupum. Villtir hundar eyða miklum tíma hlaupandi - hlaupa á eftir mat t.d. eða hlaupa burt frá rándýrum. Þegar þú knúsar hvolpinn þinn, þá hamlarðu honum og tekur frá honum möguleikann á flótta. Fyrir marga hunda er þetta streitu valdandi (grein á ensku).
Atferlis prófessor og taugasálfræði rannsakandinn Stanley Coren, Ph.D., höfundur metsölubókarinnar "The Intelligence of Dogs" (Greind hunda) útskýrir þetta á svona í grein fyrir tímaritið Psychology Today (Sálfræði nútímans):
"... í streituvaldandi aðstæðum eða undir ógn, er fyrsta varnarviðbragð hundsins ekki tennurnar, heldur frekar hæfileikinn til að hlaupa burt. Atferlisfræðingar telja að taki maður þennan möguleika frá þeim með því að hamla hreyfigetu þeirra með knúsi, geti maður aukið streitustigið hjá þeim og ef ótti hundsins verður verulegur, þá getur hann gripið til þess að bíta." (Hér má sjá greinina í heild sinni á ensku)
Coren, sem kom á óvart að finna svo lítið af birtum ritheimildum um málefni sem er almenn þekking meðal atferlisfræðinga, notaði vefleitarvélar til að finna 250 tilviljanakenndar myndir af fólki að knúsa hunda. Myndirnar urðu að sýna andlit hundanna mjög greinilega og máttu ekki innihalda aðra streituvalda fyrir hundana.
Hann rannsakaði myndirnar og fann út að næstum 82% hundanna sýndu að minnsta kosti eitt merki um streitu, óþægindi eða hræðslu. (Grein á ensku - stress, discomfort or anxiety). Rétt undir 11% af myndunum sýndu hunda sem litu út fyrir að vera með hlutlausan svip eða tvíræðinn yfir því að vera knúsaðir, á meðan rétt yfir 7% hunda litu út fyrir að njóta faðmlaganna.
Coren skrifaði. "Ég get tekið saman tölfræðina með því að einfaldlega segja að niðurstöðurnar benda til þess að internetið innihaldi mikið af hamingjusömu fólki að knúsa, að því er virðist, óhamingjusama hunda."
Sumum hundum virðast finnast knús í lagi
Það þarf svosem ekki að taka það fram að það eru ekki allir sammála Coren. Til dæmis Corey Cohen gæludýra-atferlisþjálfari, (Companion animal behaviour therapist) sem sagði tímaritinu New York Times, "Hundarnir mínir elska að fá knús." (Grein á ensku) Hann segir að þegar hann knúsar hundana sína, hægist á andadrætti þeirra og svipurinn þeirra mildast, sem er vísbending um spennulosun. Sumir hundar virðast meira að segja brosa þegar þeir eru knúsaðir. Munurinn getur legið í trausti hundsins og dýpt sambands þíns og hundsins sem er knúsaður.
Ég held að þetta hafi líka að gera með persónuleika hundsins þíns. Alveg eins og það er til fólk sem ekki líkar við faðmlög, þá tel ég að það séu til þeir hundar sem vilja frekar smá klapp eða gælur framar faðmlögum.
Svo mögulega finnst hundinum þínum allt í lagi að láta knúsa sig, eða jafnvel sýnir merki um að njóta þess. En aftur á móti, gæti verið að svo sé ekki. Ég mæli með því að taka sér tíma í að skoða og taka eftir viðbrögðum við faðmlögum þínum, taka mark á jafnvel hlédrægum breytingum og hætta ef honum virðist finna þetta óþægilegt. Það er almennt ekki góð hugmynd að knúsa hund sem þú þekkir ekki.
Til að halda því til haga, þá eru það ekki bara faðmlög sem geta verið streituvaldandi fyrir hunda. Að klappa hundinum þínum á ákveðnum stöðum, svosem á höfðinu eða loppunni, getur líka verið óþægileg upplifun fyrir hann. (Journal of Veterinary Behavior, May-June 2014, Vol 9, Iss 3, pp 93-97)
Hefurðu einhverntíma velt því fyrir þér hvernig hundinum þínum líður við gælur?
Hundur-á-hund samskipti innihalda mikið af líkamlegri snertingu. Þeir nota hana til að sýna ástúð og löngun í leik, en þeir snertast líka þegar þeir reyna að ögra eða ógna öðrum hundum. Þetta er ástæða þess að sum mannleg snerting kalla fram ánægju og ró hjá hundum, á meðan annarskonar snerting getur sent röng skilaboð.
Ef þú ert ekki að fylgjast vandlega með þegar þú snertir hann, er auðveld að skapa óvart neikvæðar tilfinningar hjá hundinum þínum. Mismunandi aðferðir við gælur, t.d. klór bakvið eyrað eða klapp á höfuðið virkar nokkurnvegin eins fyrir okkur. Hinsvegar er upplifunin ekkert endilega eins fyrir hundinn.
Rannsókn frá 2014 lagði mat á andlegt- og hegðurnarlegt viðbragð í hundum til að greina hvaða gælur það væru sem þeim þættu góðar og hverjar ekki. (Journal of Veterinary Behavior, May-June 2014, Vol 9, Iss 3, pp 93-97) Rannsóknin náði yfir 28 hunda í einkaeigu af mismunandi tegundum, aldri og bakgrunni.
Það var settur hjartsláttamælir á hvern hund, sem var settur inn í herbergi þar sem bæði eigandinn og ókunnug persóna voru til staðar. Eigandanum var sagt að hundsa það sem gekk á, meðan að ókunnugi aðilinn átti samskipti við hundinn, snerti hann á 9 mismunandi vegu í 30 sekúndur í senn. Þessar 9 mismunandi snertingar voru:
- Klapp á herðarnar
- Klapp á ytri hlið brjóstkassans
- Klapp á miðjuhluta hálsins
- Klapp á meðan liggjandi hundinum er haldið niðri
- Halda í framloppu
- Klapp á kollinn
- Klóra við skottrótina
- Halda í hálsólina
- Halda um kjaftinn með annarri hendinni. (Grein á ensku)
Rannsóknin gefur til kynna að hundum líkar það ekki að vera haldið aftur/hömluð hreyfing
Þegar hundunum var klappað á kollinn eða loppuna, sýndu þeir sáttarmerki/róandi merki og vísandi* hegðanir. Rannsakendurnir mátu þessi viðbrögð sem vísbendingar um að hundunum þætti þetta óþægilegt. Þess ber að geta að róandi merki benda þó ekki alltaf til streitu. Samkvæmt Whole Dog Journal:
"Þau eru mikilvæg hversdags tjáningartæki til þess að halda friðinn innan hópsins og eru oft sýnd í rólegum, streitufríum samskiptum. Þau eru boðin í félagslegum samskiptum til að viðhafa kyrrð innan hópsins og öryggi meðlima hópsins. Þegar þau eru boðin í tengingu við aðrar hegðanir, geta þau einnig verið merki um streitu." (Whole Dog Journal, August 2011)
Þegar haldið er aftur af hundunum með því að halda þeim þegar þeir liggja, halda í hálsólina þeirra eða haldið um kjaft þeirra, þá kom ekki á óvart að þeir sýndu frjósandi- og tilfærsluhegðun (displacement behavior). Þær innihéldu að lyfta framloppu, horfa eða færa sig í burtu og að sleikja út um. Allir hundarnir fengu líka aukinn hjartslátt - Skýrt merki um streitu.
Þegar samskiptunum var lokið, hristu þeir sig umsvifalaust og teygðu sig, sem eru merki um létti og frekari sönnun þess að hundarnir nutu þess ekki að vera heftir, sama hversu varlega þeir voru snertir. Þess má geta að sumir hundar finna greinilega fyrir hömlun/heftingu við faðmlag.
Snertingarnar sem hundunum líkaði við voru meðal annars að lága klappa á sér brjóstinu, herðunum og fá gott klór við enda hryggsins rétt ofan við skottið.
Hundagælu uppástungur
Flestir hundar eru þolinmóðari gagnvart miklu meiri meðhöndlun frá fólkinu sem stendur þeim næst (fjölskyldunni sinni), þar á meðal snerting sem er á ákveðinn hátt ónáttúruleg fyrir hunda, svosem kossar og knús, heldur en frá ókunnugum.
Samt sem áður er það ekki óalgengt fyrir hundaeigendur að missa af streitumerkjum sinna eigin hunda, sem eru meðal annars hraður snúningur á höfðinu eða að sleikja efri vörina sem og að frjósa. Það getur verið auðvelt að missa af eða misskilja sum af vægari svipmerkjum hunda sem merkja hræðslu/óöryggi.
Því miður getur niðurstaðan verið erfitt samband milli hunds og manneskju sem í verstu tilfellum getur hreinlega orðið hættulegt. (Grein á ensku) Tillögur að bættu sambandi við hundinn þinn í gegnum snertingu:
- Láttu hundinn oftast eiga frumkvæði að snertingu, frekar en að fara inn í hans persónulega rými. Sumir hundar þurfa smá tíma til að undirbúa sig áður en þeir færa sig líkamlega nógu nálægt til að taka á móti snertingu.
- Strjúktu hundinum þínum rólega á brjóstið eða bakvið eyrað sem snýr að þér (til að forðast að teygja þig yfir höfuðið til að ná í hitt eyrað). Forðastu ávalt snertingu sem felur það í sér að teygja þig yfir eða ofaná hundinn.
- Góð þumalputtaregla, það er aldrei góð hugmynd að knúsa hund. Sumir hundar þola það, en það er ákveðið form af heftingu sem þeim finnst ógnandi.
- Hættu að gæla við hundinn þinn eftir smá stund og athugaðu hvort hann vill meira eða virðist finna fyrir létti og/eða færir sig burt.
- Fylgstu með streitumerkjum, þar á meðal að líta undan, sleikja útum, geisp, eyru aftur, "hvala augu" (hvítan í augunum sjást í hvörmum eða allt í kring), lyfta löpp, skott milli fóta, frjósa eða missa þvag. Ef hundurinn þinn gerir eitt eða meira af þessum merkjum, hættu þá snertingunni og gefðu honum meira rými.
- Biddu alltaf um leyfi eiganda áður en þú átt samskipti við gæludýr sem þú þekkir ekki.
Í öllum samskiptum við gæludýrin okkar ættum við að veita þeim áhrifum sem við höfum á þau athygli og það sem meira er, sýna þeim virðingu eins og þau eru. Hver hundur er einstaklingur og á meðan einn hundur getur elskað grófa athygli og ruddalegt nudd, þá getur annar farið yfirum af streitu við þesskonar meðhöndlun.
Að auki þá eru sumir hundar sem finna fyrir kvíða og hræðslu öllu jafna, þegar ókunnugir nálgast þá. Það eru til samtök sem vinna að því að kynna merkingu slíkra hunda sem sést úr fjarlægð með því að nota gulan borða á taumnum, gegnum The Yellow Dog Project , sem ég mæli eindregið með.
Með því að fylgjast með viðbrögðum hundsins þíns við líkamlegri snertingu og fylgja hans fordæmi, getur þú styrkt tenginguna ykkar á milli og byggt upp jákvæðara samband.
*hundur reynir að beina athyglinni annað