Hversu lengi getur hundurinn minn verið einn heima?
- Dóra Ásgeirsdóttir nemi í hundaþjálfun -

Rúmgott búr fyrir stóran hund.
Hundar eru félagsverur og þrá almennt nærveru fólksins síns. Flest þurfum við þó að sinna vinnu/skóla og vera að heiman hluta úr degi og ekki sjálfsagt að hundurinn geti komið með í vinnuna/skólann. Þá kviknar þessi spurning um hvað sé hægt að bjóða hundinum.
Hér er tilvitnun úr reglugerð undir lögum um dýravernd: "Ekki skal skilja hund eftir einan og eftirlitslausan lengur en sex klst. í senn nema í undantekningartilvikum."
Þetta er eitthvað sem öllum Íslendingum ber að fara eftir. En flest okkar vinna lengri vinnudaga en 6klst. Þá er spurning hvort að hægt sé að hliðra einhverju til með öðrum fjölskyldumeðlimum eða hreinlega setja hundinn í daggæslu (þar sem það er í boði) eða fá einhvern (nágranna t.d.) til að huga að hundinum. Allavega er þetta nokkuð sem allir ættu að hugsa útí áður en hundi/hvolpi er bætt við fjölskylduna. Því fylgir mikil ábyrgð að taka að sér dýr og þurfi þau að skipta um heimili getur það valdið þeim kvíða og vanlíðan.
Hvolpar eiga ekki að vera einir heima 6 klst í senn fyrstu mánuðina. Þeir þurfa að læra smátt og smátt að það sé í lagi að vera einn heima og að eigandinn komi alltaf aftur. Gott er að venja hvolpa strax við að sofa í búri. Búrið þjónar þá þeim tilgangi að vera griðarstaður og þægilegt bæli. Ekki skal nota búrið til refsingar fyrir slæma hegðun þar sem slíkt getur valdið vanlíðan í búrinu og orsakað aðskilnaðarkvíða þegar hundurinn er skilinn þar einn eftir.
Hér er tilvitnun úr reglugerð undir lögum um dýravernd: "Ekki skal skilja hund eftir einan og eftirlitslausan lengur en sex klst. í senn nema í undantekningartilvikum."
Þetta er eitthvað sem öllum Íslendingum ber að fara eftir. En flest okkar vinna lengri vinnudaga en 6klst. Þá er spurning hvort að hægt sé að hliðra einhverju til með öðrum fjölskyldumeðlimum eða hreinlega setja hundinn í daggæslu (þar sem það er í boði) eða fá einhvern (nágranna t.d.) til að huga að hundinum. Allavega er þetta nokkuð sem allir ættu að hugsa útí áður en hundi/hvolpi er bætt við fjölskylduna. Því fylgir mikil ábyrgð að taka að sér dýr og þurfi þau að skipta um heimili getur það valdið þeim kvíða og vanlíðan.
Hvolpar eiga ekki að vera einir heima 6 klst í senn fyrstu mánuðina. Þeir þurfa að læra smátt og smátt að það sé í lagi að vera einn heima og að eigandinn komi alltaf aftur. Gott er að venja hvolpa strax við að sofa í búri. Búrið þjónar þá þeim tilgangi að vera griðarstaður og þægilegt bæli. Ekki skal nota búrið til refsingar fyrir slæma hegðun þar sem slíkt getur valdið vanlíðan í búrinu og orsakað aðskilnaðarkvíða þegar hundurinn er skilinn þar einn eftir.
Það er ágæt regla að skilja hvolp ekki eftir lengur en þeir geta haldið í sér. Oftast þurfa hvolpar að létta á sér rétt eftir að þeir vakna og einnig eftir að hafa borðað. Þess á milli er u.þ.b. hægt að miða við aldur hvolpsins í mánuðum + 1, sem klukkutímana sem hann getur haldið í sér. Þannig að 2 mánaða hvolpur (alveg nýr inná heimilinu) getur ekki haldið í sér í meir en 3 tíma og ná yfirleitt ekki að halda sér vakandi í þann tíma heldur, 3 mánaða hvolpur í 4 klst o.sv.fr. fram að 6 mánaða aldri. Athugið að þetta er ekki algilt, hvolpar eru misjafnir, en þetta er ágætt til viðmiðunar.
Hundar eru mis háðir eigendum sínum og getur það farið eftir tegund, genum eða uppeldi. Best er að kynna sér mjög vel þá hundategund sem manni langar í, eða stendur til boða, áður en maður ríkur til og fær sér hvolp. Sæti hvolpurinn endar sem fullorðinn hundur og þá er gott að vita við hverju má búast. Einnig er mjög mikilvægt að skoða báða foreldra hvolpsins með tilliti til skapgerðar því skapgerð getur erfst mjög sterkt. Þegar venja skal hund við að vera einn heima er best að byrja mjög smátt. Eins og bara með því að skreppa út fyrir hurðina og beint inn aftur eins og ekkert sé. Skreppa aftur út eftir 5 mín og gera nákvæmlega það sama. Eftir nokkrar mín endurtekur maður leikinn og enn á ný lætur maður eins og ekkert sé eðlilegra. Eftir nokkur svona skipti getur maður farið út og hinkrað í nokkrar sekúndur áður en maður kemur inn aftur. Það er alveg óþarfi að hrósa hundinum því þetta er eðlilegasti hlutur í heimi og hrós getur búið til óþarfa spennu í kringum athöfnina. Þetta er gott að endurtaka nokkrum sinnum og lengja svo tímann af og til. Reynið að koma í veg fyrir að hundurinn byrji nokkurntíma að gelta. Ekki setja honum fyrir próf, heldur setjið þetta frekar upp sem venjulega rútínu. Eigandi ætti að hafa tilfinningu fyrir því hvað hundurinn þolir langan tíma í einu. |
Það vill líklega enginn lenda í þessu. Þetta er mjög algeng hegðun hjá hundum með aðskilnaðarkvíða.
|
Allur réttur áskilinn © hundur.is