HUNDUR.IS
Fróðleiksvefur hundaeigenda
  • Forsíða
  • Um mig
  • Fróðleikur
    • Afhverju ekki knús?
    • Hvolpaglefs
    • Merkjamál
    • Streita
    • Þefleikir
    • Tannhirða
    • Göngutúrinn
    • Ræktun >
      • Umhverfisþjálfun
    • Einn heima
    • Val hundsins
    • Offóðrun
    • Týndir hundar - flótti
    • Spurt og svarað
  • Þjálfun
    • Að húsvenja hvolp
    • Innkall
    • Undirbúningur fyrir barn
    • Refsingar
  • Fréttir
  • NoseWork

NoseWork

5/31/2017

0 Comments

 
Núna í sumar er ég í þjálfaranámi til að gerast Nosework þjálfari.
Nosework er frábær leið til að ná betri tengingu við hundinn sinn og gera með honum eitthvað sem honum finnst skemmtilegra en allt annað, ÞEFA!
Í Nosework vinna hundur og eigandi saman að því að finna svokallaðar lyktarfelur sem hafa verið faldar í ákveðnum ílátum eða á ákveðnum stöðum. Hundar kunna svo sannarlega að nota á sér nefið og fá meira út úr hálftíma þefleik heldur en margra klukkutíma hlaupatúr. Í Nosework reynir á eigandann að læra inná hundinn sinn og komi á samvinnu milli sín og hundsins.

Til að byrja með mun ég velja 3 mismunandi hunda og eigendur til að kenna Nosework á meðan á þjálfaranáminu stendur. Þegar náminu er lokið er stefnan tekin á að bjóða uppá Nosework námskeið fyrir alla hunda. 
Í þjálfaranáminu eru 10 nemendur og unnið er að því að stofna klúbb þar sem skipulögð verða mót og keppnir fyrir þá sem hafa blússandi áhuga á þessari frábæru þefvinnu.
Hér er um að ræða eitthvað sem allir hundar hafa gaman að og allir hundar geta tekið þátt í. 

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér Nosework frekar þá er verið að vinna í heimasíðu fyrir sportið og svo er velkomið að hafa samband við mig hér í gegnum síðuna.
Picture
0 Comments

    Author

    Write something about yourself. No need to be fancy, just an overview.

    Archives

    October 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    February 2014
    January 2014
    October 2013
    May 2013
    January 2013
    June 2012
    May 2012
    February 2012

    Categories

    All
    Dýralæknamiðstöðin
    Fyrsta Fréttin
    HRFÍ
    Hundasýning
    Hundaþjálfun

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.