HUNDUR.IS
Fróðleiksvefur hundaeigenda
  • Forsíða
  • Um mig
  • Fróðleikur
    • Afhverju ekki knús?
    • Hvolpaglefs
    • Merkjamál
    • Streita
    • Þefleikir
    • Tannhirða
    • Göngutúrinn
    • Ræktun >
      • Umhverfisþjálfun
    • Einn heima
    • Val hundsins
    • Offóðrun
    • Týndir hundar - flótti
    • Spurt og svarað
  • Þjálfun
    • Að húsvenja hvolp
    • Innkall
    • Undirbúningur fyrir barn
    • Refsingar
  • Fréttir
  • NoseWork

Hundaþjálfaranám!

1/16/2014

0 Comments

 
Í dag byrjaði ég í námi sem hundaþjálfari. Þar læri ég þjálfun, atferli og umhirðu hunda. Ég er að læra hjá hundastefnunni sem er skóli á vegum Jóhönnu Reykjalín (Hunda Hönnu) og Olgu Bjarkar. En einnig koma þar fyrir nokkrir vel valdir gestakennarar.

Hunda-Hanna er  útskrifaður hundaþjálfari frá  Sheilu Harper International Dog Behavioral and Training school í UK.
Hún er einnig með  BA-próf í Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og starfar nú sem deildarstjóri á leikskólanum Lyngholt, Reyðarfirði ásamt hundaþjálfarastarfinu. Hunda-Hanna á tvo griffon töffara, Villa og Samma, og Rhodesian Ridgeback skvísuna Söru.

Olga Björk er hundaþjálfari frá Sheila Harper  International Dog Behavioral and Training school í UK. Hún hefur einnig lagt stund á nám í Líffræði við Háskóla Íslands og farið á fjölda námskeiða um hundaþjálfun innan- sem utanlands og má þar helst nefna sumarnámskeið hjá Turid Rugaas í Noregi. Olga er heimavinnandi hundaþjálfari og á Miniature Schnauzerinn Pésa og Rhodesian Ridgeback gaurinn Pardus. Olga var einn af umsjónarmönnum síðunnar hundar.is meðan hún var og hét.

Ég hlakka mikið til að læra meir um hunda en ég hef áður gert og í framhaldinu að geta hjálpað fleira fólki að finna lausnir á vandamálum þeirra í sambandi sínu við hundinn.
0 Comments

    Author

    Write something about yourself. No need to be fancy, just an overview.

    Archives

    October 2017
    August 2017
    June 2017
    May 2017
    February 2014
    January 2014
    October 2013
    May 2013
    January 2013
    June 2012
    May 2012
    February 2012

    Categories

    All
    Dýralæknamiðstöðin
    Fyrsta Fréttin
    HRFÍ
    Hundasýning
    Hundaþjálfun

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.