Átt þú hund sem fer úr hárum?
Þetta kom ekki frá mér.... alveg satt....
Þú hefur þá e.t.v. upplifað að litlir "hvolpar" elti þig undan sófanum, eða hillunni. Að hreinu sokkarnir sem þú varst að enda við að fara í, eru allt í einu orðnir eins og skúringamoppur að neðan þrátt fyrir að þú hafir bara rétt verið að enda við að ganga frá ryksugunni.... í annað sinn þennan daginn!
Jæja, þú fékkst þér hund sem fer úr hárum, best að þú sættir þig bara við þetta í það minnsta tvisvar á ári...
Eða hvað? Er eitthvað hægt að gera við þessu?
Svarið mitt er "já"!
Það ber þó að taka fram að engin af þeim leiðum sem ég nefni hér eru til þess fallnar að þú losnir 100% við hárlos á þínu heimili, alls ekki. Hárin koma alltaf til með að fylgja hundinum þínum að einhverju leiti nema þú látir raka hann inn að skinni (sem ég mæli ekki með), en þetta hjálpar vissulega til við að halda gólfum, húsgögnum og klæðnaði "þokkalega" hárlausum.
Hér er ekki átt við óeðlilegt hárlos af völdum ofnæmis, fóður óþols eða sjúkdóma sem gætu valdið auknu hárlosi.
Jæja, þú fékkst þér hund sem fer úr hárum, best að þú sættir þig bara við þetta í það minnsta tvisvar á ári...
Eða hvað? Er eitthvað hægt að gera við þessu?
Svarið mitt er "já"!
- Til að byrja með getur það munað um himin og haf að taka upp busta/stálgreiðu og kemba hundinum duglega og reglulega.
- Bað og blástur (með iðnaðarblásara) er svo alger snilld! Með baðinu losar maður drullu úr feldinum og losar feldinn aðeins í stundur, iðulega fer mjög mikið af hárum í sjálft baðið. Blásturinn sem kemur á eftir er þó það sem gerir gæfumuninn og losar hann merihluta þeirra hára sem voru við það að fara falla á gólfið hjá þér á næstunni! Til að þetta virki almennilega þarf fagaðila í verkið.
- Síðast en ekki síst er það rakstur. Það hefur færst mjög mikið í aukana að fólk með hunda í hárlosi láti hreinlega raka hundana. Þá erum við ekki að tala um að taka þá alveg nauða sköllótta, heldur gera þá vel snögghærða, svo að þau hár sem falla af hundinum eru pínu lítil og ekki jafn áberandi á gólfinu.
Það ber þó að taka fram að engin af þeim leiðum sem ég nefni hér eru til þess fallnar að þú losnir 100% við hárlos á þínu heimili, alls ekki. Hárin koma alltaf til með að fylgja hundinum þínum að einhverju leiti nema þú látir raka hann inn að skinni (sem ég mæli ekki með), en þetta hjálpar vissulega til við að halda gólfum, húsgögnum og klæðnaði "þokkalega" hárlausum.
Hér er ekki átt við óeðlilegt hárlos af völdum ofnæmis, fóður óþols eða sjúkdóma sem gætu valdið auknu hárlosi.
Allur réttur áskilinn © hundur.is