Rakstur
Púki - Mjög loðinn Border Collie hundur í sumarklippingunni
Rakstur er besta lausnin fyrir þá hunda sem eru orðnir hreinlega teppalagðir af flókum, hvort sem það er á mörgum smáum svæðum eða hreinlega öllum skrokknum. Feldurinn kemur þá heill og óslitinn til baka þegar hann síkkar aftur. Ber þó að nefna að rakstur getur skemmt áferð á stríhærðum hundum (og í undantekningatilfellum öðrum feldtýpum) því þeir eiga það til að mýkjast mjög í feldinum og þá sérstaklega Schnauzer hundar.
Mjög margir eigendur feldhunda kjósa þá leið að fara með þá í rakstur nokkrum sinnum yfir árið til að koma í veg fyrir að flókar byrji að myndast í feldinum og er það hið besta mál. Á veturnar má svo kaupa kápu fyrir þessa hunda eða hreinlega hafa þá innandyra meðan ekki er verið að hreyfa þá sérstaklega (snögghærðir hundar halda sér nokkuð hlýjum með því að vera á hlaupum). Snjóvandamálið er þá einnig úr sögunni þegar hundarnir eru snögghærðir.
Rakstur er ekki einungis fyrir flókna feldhunda, heldur hefur fólk í ríkara mæli kosið að láta raka feld hundanna sinna til að létta þeim lífið á sumrin í hitanum og einnig til að minnka hárlosið heimavið. Hundar alveg niður í feldtýpu Labradora koma í rakstur.
Mjög margir eigendur feldhunda kjósa þá leið að fara með þá í rakstur nokkrum sinnum yfir árið til að koma í veg fyrir að flókar byrji að myndast í feldinum og er það hið besta mál. Á veturnar má svo kaupa kápu fyrir þessa hunda eða hreinlega hafa þá innandyra meðan ekki er verið að hreyfa þá sérstaklega (snögghærðir hundar halda sér nokkuð hlýjum með því að vera á hlaupum). Snjóvandamálið er þá einnig úr sögunni þegar hundarnir eru snögghærðir.
Rakstur er ekki einungis fyrir flókna feldhunda, heldur hefur fólk í ríkara mæli kosið að láta raka feld hundanna sinna til að létta þeim lífið á sumrin í hitanum og einnig til að minnka hárlosið heimavið. Hundar alveg niður í feldtýpu Labradora koma í rakstur.
Allur réttur áskilinn © hundur.is