Hvenar verður hundur frjór og hvenar er í lagi að para?
Að meðaltali verða bæði tíkur og rakkar kynþroska á bilinu 6 - 9 mánaða. Hvað sem því líður, þýðir það ekki að sá aldur sé heppilegur til að para.
Ef við tökum dæmi um 8 mánaða rakka, þá er hann líklegur til að vera orðinn kynþroska en hann þarf meiri tíma til að verða fullþroska á líkama og sál. Ungur rakki getur öðlast slæma reynslu af pörun á þessum aldri. Eldri tík er vís með að taka hann ekki í sátt og valda honum skaða (andlegan eða líkamlegan), sem getur komið í veg fyrir að honum vegni vel við paranir í framtíðinni og jafnvel neiti að fara uppá tík.
Ekki fyrr en hundurinn er orðinn að lágmarki 18 mánaða, og hefur sannað sig sem verðugur fulltrúi sinnar tegundar til ræktunar hvað varðar skapgerð, heilsufar og standard, er hann orðinn vænlegur til undaneldis. Með mjög unga hunda er ómögulegt að segja til um hvernig þeir eiga eftir að þroskast og þar af leiðandi hvað þeir eiga eftir að gefa áfram til sinna hvolpa.
Tíkur ætti ekki að para fyrir 24mánaða aldur. Ástæðan er einföld, meðganga og fæðing getur verið þeim erfið og til þess að allt gangi sem best þurfa þær að vera orðnar full vaxnar og búnar að taka út þroska fullorðins hunds. Sama gildir um tík eins og rakka að til þess að vera vænleg til pörunar þarf hún að hafa sannað sig sem verðugur fulltrúi sinnar tegundar hvað varðar skapgerð, heilsufar og standard.
Ávallt skal hafa í huga að mismunandi tegundir hunda bera mismunandi erfðagalla, sumar tegundir bera fleiri sjúkdóma en aðrar og þetta ber að skoða mjög vel hjá verðandi ræktunardýrum áður en parað er.
Skapgerð erfist ekki síður en heilsufar svo við val á undaneldisdýrum ætti að taka mið af skapgerð þeirra ásamt hinu áðurnefnda.
Að meðaltali verða bæði tíkur og rakkar kynþroska á bilinu 6 - 9 mánaða. Hvað sem því líður, þýðir það ekki að sá aldur sé heppilegur til að para.
Ef við tökum dæmi um 8 mánaða rakka, þá er hann líklegur til að vera orðinn kynþroska en hann þarf meiri tíma til að verða fullþroska á líkama og sál. Ungur rakki getur öðlast slæma reynslu af pörun á þessum aldri. Eldri tík er vís með að taka hann ekki í sátt og valda honum skaða (andlegan eða líkamlegan), sem getur komið í veg fyrir að honum vegni vel við paranir í framtíðinni og jafnvel neiti að fara uppá tík.
Ekki fyrr en hundurinn er orðinn að lágmarki 18 mánaða, og hefur sannað sig sem verðugur fulltrúi sinnar tegundar til ræktunar hvað varðar skapgerð, heilsufar og standard, er hann orðinn vænlegur til undaneldis. Með mjög unga hunda er ómögulegt að segja til um hvernig þeir eiga eftir að þroskast og þar af leiðandi hvað þeir eiga eftir að gefa áfram til sinna hvolpa.
Tíkur ætti ekki að para fyrir 24mánaða aldur. Ástæðan er einföld, meðganga og fæðing getur verið þeim erfið og til þess að allt gangi sem best þurfa þær að vera orðnar full vaxnar og búnar að taka út þroska fullorðins hunds. Sama gildir um tík eins og rakka að til þess að vera vænleg til pörunar þarf hún að hafa sannað sig sem verðugur fulltrúi sinnar tegundar hvað varðar skapgerð, heilsufar og standard.
Ávallt skal hafa í huga að mismunandi tegundir hunda bera mismunandi erfðagalla, sumar tegundir bera fleiri sjúkdóma en aðrar og þetta ber að skoða mjög vel hjá verðandi ræktunardýrum áður en parað er.
Skapgerð erfist ekki síður en heilsufar svo við val á undaneldisdýrum ætti að taka mið af skapgerð þeirra ásamt hinu áðurnefnda.
Allur réttur áskilinn © hundur.is