Hundablásarar - Kraftblásarar
Nettur kraftblásari með hraða- og hitastillingu
Flestir hundar eru með mun þéttara hár/feld en við mannfólkið og því getur það tekið heila eilífð (að því er virðist) að blása þá þurra með venjulegri hárþurrku, fyrir utan það að hárþurrkur ætlaðar okkur mannfólkinu eiga það til að hitna um of og hreinlega bræða úr sér við svona störf.
Fyrir þá sem vilja baða og blása hundana sína heima þá er hægt að kaupa svokallaða kraftblásara og/eða standblásara. Til eru blásarar sem nýtast sem hvort tveggja og koma þá með fæti og með mismunandi stúta. Þá blásara sem ekki koma með fæti má einnig nota sem "standblásara" með því að kaupa þar til gerðan arm sem festist á borðið í annan endann og heldur svo á blásarastútnum í hinn endann.
Fyrir þá sem eru óvanir að nota svona blásara er best að byrja á því að nota þá á lægstu hraðastillingu og/eða passa að stúturinn sé ekki of nálægt síðum feldinum. Auðvelt er að búa til blástursflækjur í síðan feld eins og t.d. á Silky terrier (venjulegur hárblásari er alveg nóg fyrir þá), Cocker spaniel, Shi-tzu og fl. síðhærðum hundum ef ekki er varlega farið. Hinsvegar lærist með reynslunni hvernig best er að nota blásarann.
Er nauðsynlegt fyrir hundaeigendur að fá sér svona græju?
Mitt svar er nei, ekki almennt. Langflestir hundar geta alveg þornað sjálfir eftir bað, útiveru eða hvað sem bleytti þá. En hinsvegar ef að fólk á mjög síðhærða hunda, vill viðhalda fallegum feldi og er jafnvel í sýningahugleiðingum, þá er ekki nokkur spurning að eitt stk. kraftblásari auðveldar það viðhald til muna.
Fyrir þá sem vilja baða og blása hundana sína heima þá er hægt að kaupa svokallaða kraftblásara og/eða standblásara. Til eru blásarar sem nýtast sem hvort tveggja og koma þá með fæti og með mismunandi stúta. Þá blásara sem ekki koma með fæti má einnig nota sem "standblásara" með því að kaupa þar til gerðan arm sem festist á borðið í annan endann og heldur svo á blásarastútnum í hinn endann.
Fyrir þá sem eru óvanir að nota svona blásara er best að byrja á því að nota þá á lægstu hraðastillingu og/eða passa að stúturinn sé ekki of nálægt síðum feldinum. Auðvelt er að búa til blástursflækjur í síðan feld eins og t.d. á Silky terrier (venjulegur hárblásari er alveg nóg fyrir þá), Cocker spaniel, Shi-tzu og fl. síðhærðum hundum ef ekki er varlega farið. Hinsvegar lærist með reynslunni hvernig best er að nota blásarann.
Er nauðsynlegt fyrir hundaeigendur að fá sér svona græju?
Mitt svar er nei, ekki almennt. Langflestir hundar geta alveg þornað sjálfir eftir bað, útiveru eða hvað sem bleytti þá. En hinsvegar ef að fólk á mjög síðhærða hunda, vill viðhalda fallegum feldi og er jafnvel í sýningahugleiðingum, þá er ekki nokkur spurning að eitt stk. kraftblásari auðveldar það viðhald til muna.
Svo fyrir þá sem vilja viðhalda síðum og fallegum feldi, mæli ég með því að fólk kaupi sér góðan blásara og fari varlega í að læra á hann til að byrja með. Reglulegt bað og blástur (ca. einu sinni í viku) getur gert gæfumuninn þegar kemur að því að vera með fallegan feld, eða glæsilegan feld!
Allur réttur áskilinn © hundur.is